Sælir strákar.
Nú er ég aðallega að beina þessari grein beint til ykkar.
Ég á nokkrar vinkonur í dag sem eru eða voru lengi í sambandi með strák, en þá var þetta fyrsta alvöru samband STRÁKSINS.
Það virðist vera algengt að strákarnir verði, á einhverjum tímapunkti sambandsins, mjög stressaðir og jafnvel hætti með stelpunni vegna þess.
Gjarnan hefur þetta gerst rétt fyrir eitthvert afmæli sambandsins (6 mánaða, 1. árs, 2.ára…).
Ástæðan sem liggur að baki þessu magnaða stressi hjá strákunum er að þeir fatta allt í einu að þetta sé eina stelpan sem þeir hafa sofið hjá og vita ekki hvort þessi stelpa sé “sú eina rétta”.
Þeir vilja ekki gera þau mistök í framtíðinni að vilja skyndilega ‘explora’ kynlíf og samband með annarri stelpu.
Þannig að þeir taka sér tíma og hugsa málið en hvernig haldið þið að þetta fari með stelpuna?
Ekki hef ég þó heyrt talað um að þetta hafi einhvern tíma komið fyrir stelpu í sambandi.
Nú er spurning mín sú:
Gera allir strákar þetta á einhverjum tímapunkti fyrsta alvöru sambands síns eða aðeins sumir?
P.S. Stelpur eru að sjálfösgðu velkomnar til að segja sína skoðun og/eða reynslu =)