Mig langar að spurja ykkur að einu. Hvað er það sem fælir stelpur og fólk yfirleitt frá manni? Ég er þannig að ENGINN nennir að tala við mig, ef ég segi eitthvað er annaðhvort enginn að hlusta eða þau horfa á mig með mesta fyrirllitningarsvip í heimi. Ég reyni að vera góður við allar stelpur en það dettur engri þeirra að svo mikið sem horfa á mig. Þær sem eru svo óheppnar að veita mér athyggli fara fljótt og segja allar það sama: Þú ert svo ógeðslega ljótur að ég vil ekki vera með þér, en þú mátt vera nálægt til að hlusta á vælið í mér, reynda umorðuður þær það aðeins: Vil bara að við séum vinir, en merkingin er sú sama.
Nennið þið að nefna einhver dæmi sem þið þolið ekki við fólk? Ég verð að reyna að finna hvað gerir mig að svona ógeðslega leiðinlegu, ljótu og pirrandi fífli…
“Hættu að horfa á fingurinn, horfðu þangað sem hann bendir”