Fyrst ætla ég að segja að ég er ennþá í grunnskóla nú þegar það er komið á hreint þá ætla ég að segja smá sögu. Ég kynntist stelpu fyrir 3 mánuðum og ég kolféll fyrir henni, mér fannst hún það fegursta sem ég hafði séð. Og mér til mikillar undrunar þá bar hún sama hug til mín. (Ég hef aldrei verið vinsæll meðal kvenþjóðarinnar) Við fórum á fyrsta stefnumótið okkar í bío og ég varð að fá að snerta hana þannig að ég setti höndina mína á lærið á henni og ég bjóst við kinnhesti en ég fékk launað í sömu mynt, mér hafði aldrei liði betur, síðan dagin eftir fór ég heim til hennar og þar lagði ég í hann og kyssti hana, ég stóðst ekki mátið og síðan ákváðum við að byrja saman og á hverjum degi þá vorum við saman þangað til að skólinn byrjaði þá vorum við saman um helgar, mánu- og miðvikudaga og við fikruðum okkur alltaf meira og meira áfram þangað til að við sváfum saman á 2 mánaða afmælinu okkar. (og misstum svein/meydómin) Mér leið eins og heimssins heppnasta manns. EN hún fékk samviskubit yfir því og ég var að segja henni að þetta var allt í lagi við vorum bara að tjá ást okkar á hvoru öðru o.s.frv en 3 dögum seinna þá sagði mér hún upp. Mér leið eins og heimurinn hafði brotnað og ég væri fallandi í botnlausan pitt. Lífið mitt hefur farið beina leið niðrá við efir það. Ég byrjaði að reykja og drekka og gaf skít skólan. En það versta er eftir hún lætur eins og við séum voða vinir og er alltaf að smsa mig, mér langar alltaf að fara að gráta þegar hún sendir og ég var einu sinna að spjalla og ég spurði hvað hún gerði síðustu helgi og hún mér að hún hafði farið á strákaveiðar, ÞÁ FÓR ÉG AÐ GRÁTA. Mín spurning er, er þetta venjuleg hegðun hjá kvenfólki? Ef svo þá ætla ég að raka á mér hausinn og ganga í munkaklúbb.
Yðar hjartarbrotni,
3gill XI