Allt í lagi…
Ég er kannski ekkert endilega að skrifa þessa grein til þess að “útvarpa” tilfinningum mínum, ég bara VERÐ að koma þessu frá mér!!! húff!

Málið er að ég hitti þennan óhugnanlega fallega mann! ég veit að hann er heilann helling eldri en ég, en það var eitthvað við hann sem ég gat ekki gleymt!! Augun svo saklaus og hann svo indæll, virkilega þægilegt að tala við hann. Allavega þá hitti ég hann aftur í gær. Við fórun að spjalla helling og á meðan ég var að hugsa á fullu “ooh mig langar svoooo í þig” þá var hann alltaf að segja við mig “þú ert með svo falleg augu, fallegt bros, flottar varir, þú ert svo indæl o.s.frv.” svo sagði hann eitthvað sínu tungumáli, og þegar ég spurði hann hvað það þýddi þá varð hann voða duló og sagði að ég yrði bara að læra tungumálið, og ég náttla alveg í skýunum eftir daginn! hann er sko ekki íslenskur og talar frekar bjagaða ensku, en ég er ýmsu vön, hef átt pólska vini, sem hafa ekki talað NEINA ensku og hef reddað mér í slóvakíu… og hann sagði að það væri svo auðvelt að tala við mig, ég skildi hann svo vel og það gleddi hann svo að ÉG (hann lagði mikla áherslu á mig) myndi skilja hann. Jú ég sagði einmitt við hann það eina sem ég kann á tungumálinu hans “ég elska þig” og ég veit ekki hvort hann hafi vitað að ég hafi skilið setninguna sem ég sagði (ég skil hana alveg) því hann sagði “sömuleiðis” jæja ég hitti hann svo í dag. hann voða dúlló og spurði mig voðavoða sætt “myndir þú ekki segja að við værum vinir?” ég brosti bara til hans og sagði að við værum vinir. Hann bað mig svo endilega að koma sem oftast í heimsókn, því hann verður einn yfir jólin… (yes I'd love 2)

Ég er bókstaflega að rifna úr hrifningu á honum..

………..jæja en málið er að hann er 15 árum eldri en ég!! Það er nú slatta mikið! svo að spurningin er hvar setur maður mörkin?

Úff ég held ég sé að springa!!!

jólakveðja!