Ég hef verið að gera mjög óformlega könnun á því hvernig sambönd hefjast. Mér virðist sem að kvenverurnar eigi í flestum tilfellum fyrsta leikinn, þ.e. þær taka skrefið sem verður til þess að samband verður úr samskiptunum. Stelpur eru með allskyns trikk eins og að kveðja ekki gæann án þess að ákveða næsta deit o.s.frv.

Í 10 kvenna vinahópi eru um 8 stelpur sem hafa átt leikinn. Sjálf sendi ég sms (sms=mjög hugað, ekki satt?) sem varð til þess að úr varð deit. Vinkona mín bauð kærasta sínum að hitta sig í alþingisgarðinum og drekka með sér vín á fyrsta deiti, önnur elti sinn uppi á fyrirlestri í Háskólanum og hætti ekki fyrr en þau voru búin að ákveða deit… and they lived happily ever after!

Mín skoðun er sú að það væru fá sambönd ef konur hefðu ekki þetta mikla frumkvæði. Ég held að leikurinn hafi snúst við með nýrri kynslóð, þ.e. konur stíga fyrsta skrefið í dag.

Eruð þið sammála mér?

Fruma