Fyrir um mánuði síðan hætti ég í sambandi, þriggja ára sambandi sem var 2 og hálfs árs sambúð.. Ég byrjaði ung í sambandinu og flutti ung að heiman til hans. Svo endaði þetta, ég ákvað að ég vildi hætta í þessu sambandi og flutti aftur heim.
Ég vil bara aðeins miðla minni reynslu um þetta þar sem mér finnst ég alltaf sjá fólk taka vitlaust á þessu og skemma fyrir sér…
Ég vil samt benda á að það er engin viss formúla fyrir þessu, þetta er afar persónubundið…
Mér var sagt þegar sambandsslitin skelltist yfir að ég þyrfti númer 1, 2 og 3 að passa að byrgja ekkert inni og þessi kögull sem maður finnur fyrir í brjóstinu.. honum verði að eyða með því að tala um hlutina og vinna úr þeim! Ef maður hunsar þennan köggul, reynir að horfa framhjá öllu og bara gleyma öllu áður en vinnslan er unnin þá getur þetta tekið marga mánuði, jafnvel ár að komast yfir þetta og verða heill aftur.
Ég passaði mig að alveg frá byrjun þá talaði ég um allar mínar tilfinningar. Ég hafði ótrúlegan stuðning frá foreldrum mínum, systkinum mínum og vinum. Ég hringdi út og suður og passaði að byrgja ekkert inni. Ég grét, panikkaði.. leið ömurlega. En bara passaði þetta eina að byrgja ekkert inni! Annars étur það mann að innan og maður nær ekkert að vinna úr neinu með yfirfullt af óunnum tilfinningum.
Fyrstu dagarnir eru helvíti á jörðu. Ég hafði ekki sofið nema örfáa tíma næturnar áður.. var dauðuppgefin þegar ég kom heim og fór beint í að koma mér fyrir.. um kvöldið var ég svo úrvinda að ég fór í kast og var bara komin í taugaáfall.. sofnaði ekki fyrr en ég fékk svefntöflu og svaf þá lengi vel þá nótt.
Ég gat hvergi verið ein.. ég gat ekki sofið ein eða bara verið neins staðar ein…og fannst það verst af öllu.. hvað ég væri ósjálfstæð. En eftir nokkra daga þá komst maður yfir það.. og jafnóðum fór maður að færast meira í sjálstæði og heilbrigða einveru.. en já fékk ótrúlegan stuðning og endlausu þolinmæði fjölskyldunnar minnar!
En þessir fyrstu dagar voru eðlilegir, maður er í áfalli.. maður er að syrgja og þarf að gera það með öllum þessum afleiðingum! Það er mun betra að taka viku brjálæði… heldur en að vera að syrgja í marga mánuði í aðeins minni látum… eða jafnvel eins miklum látum ef maður tekur ekki rétt á hlutunum! Taka bara viku brjálæði með stæl… og vera þá fljótari til að komast yfir þetta !
Margir lenda í vandræðum með fyrrverandi makann… fara að hringja í makann.. eða að makinn hringir… svo rekst fólk hvort á annað eða planar að hittast.. og þetta verður sár sem erfitt er að gróa. Alltaf verið að rífa upp af sárinu! Í mínu tilviki býr hann langt frá.. svo ég þurfti ekki að hitta hann hér og þar.. ákvað frá byrjun að hringja ekki.. þótt það væri oft freistandi.. og hann hringdi ekkert í mig. Svo mitt sár fékk að gróa.. þótt það grói auðvitað aldrei strax og komi stundum upp aftur.. þá er maður fljótari að komast í sitt fyrra horf. Mér líður orðið mjög vel.. komin í mitt fyrra horf og ánægð með lífið:) Það koma erfiðar stundir, en þær góðu eru mun fleiri! Búin að syrgja og farin að brosa:)
En ég þekki fólk sem manni finnst næstum vera með sjálfseyðingarhvöt… gera sér það að hitta makann alltaf með vissu millibili, ná engum árangri með að komast yfir hann… því þeir eyðileggja allt fyrir sér jafnóðum! Það er alveg í lagi að hafa eitthvað samband.. t.d. MSN mjög góð leið og með vissri fjarlægð! En að vera að hittast… tala oft saman… sérstaklega fyrst eftir slit.. þegar báðir aðilar eru enn í sárum… þá tekur þetta SVO langan tíma! Og þetta er svo erfiður tími.. að það er virkilega ömurlegt að líða svona illa lengur en maður þarf.
Sumir segja manni að sökkva sér í eitthvað.. en maður á líka bara að sökkva sér í það sem maður treystir sér í. Það er ekkert betra held ég að fara að djamma daginn eftir, blindfullur og taka á þessu þannig! Þá er lítil vinnsla unnin finnst mér.. Ég tók marga daga bara í að vera heima með fjölskyldunni.. og svo sökkti ég mér í skólann og það var afskaplega gott. En gaf mér samt nokkra daga að já bara komast yfir þetta. Maður á ekki að neyða sig út.. eða reyna að fá snöggan bata.. bara gefa þessu tíma:)
Maður verður bara að vera sterkur og fara ekki alltaf auðveldustu leiðina… því auðveldasta leiðin er oft ekkert besta leiðin!
Þetta var bara mín reynsla.. sambandslit eru aldrei eins.. og eins og ég sagði þá er engin formúla fyrir þessu… og allir með mismunandi leiðir… en grundvallaratriði í öllum sambandsslitum…
Ekki byrgja neitt inni!