Þessi grein er skrifuð með hliðsjón af greininni “En ef hún er sú eina rétta?” eftir Gucci…þar sem hann segist hafa verið á leiðinni að hætta með stelpunni…
Hvað er þetta með að “vera á leiðinni” annað hvort ertu með einstaklingnum eða ekki…það er ekkert til sem heitir að “vera á leiðinni”
Þetta er ekki fyrsta dæmið þar sem einhver, hvort sem það sé strákur eða stelpa, sefur hjá öðrum en kærasta/kærustu af því “hann er hvort eð er á leiðinni að segja henni/honum upp” og þessvegna er það bara allt í lagi?!?!?
Hvað meinar fólk með þessu…og afhverju er hann/hún ekki bara löngu búin að segja henni/honum upp ef það var á leiðinni að gera það?
Er fólk að bíða eftir að betra bíðst? Er virkilega til fólk sem er með svona rosalega einmanaleikafóbíu að það er “á leiðinni” að segja einhverjum upp þar til annar aðili kemur í staðinn? En þó ekki með það mikla einmanaleikafóbíu til að geta ekki leyft öðrum að þjást af því sem þeir hræðast mest.
Getur einhver vinsamlega frætt mig, og hina sem eru ekki með einmanaleikafóbíu á háu stigi, út á hvað þetta gengur?
Queeny
Ef samband er dautt…þá er sambandið dautt