HÆTTU NÚ ALVEG… NÚNA.. Í GUÐANNA BÆNUM..
Veistu það Trabbi minn, ég er hér kominn aðeins til að hjálpa þér elsku kallinn minn.
Ég skil alveg hvernig þér líður, því mér hefur liðið alveg nákvæmlega eins og þér. Ég sjálfur er ofboðslega mikil tilfinningavera, jafnvel too much skiluru.
Það er ekki langt síðan ég og mín fyrrverandi kærasta hættum saman. En fyrstu 2 mánuðina, þá gat ég ekki sagt henni nógu oft hve vænt mér þótti um hana og hversu falleg mér fyndist hún vera. Ég var að deyja úr ást. Hún var lokaðari en ég að þessu leytinu, þannig að hún var ekkert að rembast svona eins og ég. En samt síðar meir þá kom það á daginn að henni leið ekkert öðruvísi en mér. Hún var ekkert minna hrifin af mér, heldur en ég af henni, hún var bara ekkert alltaf að tönnglast á því.
En svo kom það á daginn, eftir að ég var búinn að dekstra hana í c.a. 2 mánuði, að þá var hún bara farin að sýna mér frekju og ráðskast með mig, og var hætt að vera svona elskuleg eins og fyrst.. veistu af hverju !?!
Af því hún vissi alveg hvar hún hafði mig.
Og það mega þær ekki vita. Þær verða að vera alltaf í pínu vafa. Þær nærast á því. Ef þær eru alveg handvissar um að okkur líki við þær, þá þurfa þær ekkert að sanna sig fyrir okkur, og reyna þá bara að stjórna okkur. Konur þurfa smá “challenge”. Ef þú ert sí og æ að segja kærustunni þinni hve þú elskir hana mikið og svoleiðis kjasserí, þá er maður oftar en ekki í raun og veru að reyna að fá þær til að segja það við mann sjálfann.. skilurðu !?! Þú ert þá í raun og veru að gefa til kynna að þú sért ýkt óöruggur með sjálfan þig. Hættu þessu bara.. þ.e.a.s. ef þú vilt halda henni.. allavega gerðu þetta bara mjög sjaldan.. helst svo sjaldan þangað til hún fer að spurja þig hvort þú sért hrifinn af henni, eða hvort þú elskir hana.
Þetta er ekkert frumlegt að vera alltaf að tönnglast á því sama. Reyndu frekar að vera soldið skemmtilegur.. láttu hana hlægja.. láttu henni finnast það vera skemmtilegt, gaman og notalegt að vera í kringum þig. Konur vilja menn sem eru öruggir með sig. Ekki montinn, heldur öruggur.
Stríddu henni eins og þú sért að stríða litlu systur þinni. Vertu ófeiminn við að hafa þínar skoðanir og standa fast á þeim þó þær stangist á við hennar, þá færðu virðingu.
Konur vilja það sem þær geta ekki fengið.. ekki vera að láta það of mikið uppi hvar hún hafi þig, því um leið og hún er búin að negla þig, þá fer loginn.
p.s. ekki hlusta of mikið á stelpurnar sem eru að kommenta á þetta hérna, þó þeim þyki hitt og þetta sætt og dúllulegt, ég ætla bara að vara þig við kallinn minn, ekki hlusta á þetta bull í þeim. Þær vita ekkert hvað þær eru að segja.
T.d. Ef þú spyrð stelpu hvernig mann hún vilji, þá er svarið yfirleitt: góðann, einlægann, heiðarlegan o.s.frv. En svo ef þú mundir birtast, þá hefði hún barsta engann áhuga á þér því þú ert ekkert “challenge” fyrir hana.
Það sem hún vill, er það sem hún getur ekki fengið, eða þarf að hafa fyrir því að fá.
Ekki láta hana plata þig með því að taka þátt í svona væmnum sms atriðum, þú verður að þora að vera “maður”, og “menn” eru bara ekki svona að eðlisfari. Hún er bara að stjórna þér með því að láta þig taka þátt í þessum væmna barbí sms leik. Og þér finnst það bara í lagi, því þú ert svo ofboðslega blindaður af ást !!!
Ég veit alveg hvað ég er að segja. Ég er búinn að taka þátt í þessu öllu saman. Og ég lærði “the hard way”. Veistu, það var ofboðslega sárt. Mesti sársauki sem ég hef fundið fyrir í lífinu. Að tapa fyrstu ástinni minni, bara fyrir að vita ekki betur, því ég var svo saklaus og einlægur.
Ekki gera sömu mistök og ég gerði.. þú ert á góðri leið með að gera það.. vertu hugrakkur og gerðu eins og ég segi þér, þó þér þyki það skrítið og asnalegt.. en einhverra hluta vegna þá virkar það samt.
Ef þú vilt fá ýtarlegri hjálp með þetta, ekki vera þá feiminn við að senda mér póst eða eitthvað hérna á Huga. Ég get hjálpað þér alvweg með helling.. þetta er bara byrjunin
Gangi þér vel.
Þinn vinur, og vonandi ekki verðandi þjáningarbróðir… Sleipur ;)
Sælir,
Auðvitað er mjög gaman að fá frá svona nýbökuðum kærasta sínum sæt og dúlluleg sms, og heyra það að hann elski mann og allt það, en þið eruð aðeins búin að vera saman í einn og hálfan mánuð og ég held það sé full snemmt að segjast samt elska manneskjuna. Þið þekkist ekki alveg nógu vel. það væri annað ef þið hefðuð kannski búin að vera vinir frá barnæsku, en svo er ekki, er það?
auðvitað viljum við stelpurnar samt fá að heyra þetta af og til að maður sé elskaður og allt það, en ég held þú verðir samt að passa þig að segja það ekki of oft. Og eins er ég nokkuð sammála þér sleipur, við megum ekki alveg vita hvar við höfum ykkur strákana því þá er hætta á því að maður fer að nota þá.. það er reyndar alveg rétt.
Mér finnst það í raun alveg hræðilegt, það kom fyrir mig og ég er ekkert voðalega stolt af því skal ég segja ykkur. En samt, samt sem áður er auðvitað nauðsynlegt að fá eitthvað sætt sms eða rósir sendar eða eitthvða þannig af og til, en kannski ekki í hverri viku. Eins núna, er ég nýbyrjuð eða svona er að hitta strák, ég er oft að pæla í þessu, hvort ég hringi of oft, eða sendi sms of oft því ég vil ekki alveg kæfa hann, því e.t.v. er þetta einhver sem mig langar að eyða ævinni með og ég vil ekki vera “uppáþrengjandi týpan” því þá held ég nú að hann væri fljótur að losa sig við mig. maður verður bara að vera soldið sjálfsöruggur og gefa mannsekjunni speis.
ég lennti nú samt einu sinni í einum gaur, sem var alltaf að segja eitthvað svona væmið, ég var nokkuð spennt fyrir honum fyrst, en hann gerðist bara of ákafur að það var óþolandi, þannig passaðu þig á þessu. Eins og sleipur sagði, þá megum við kvennfólkið ekki alveg vera viss hvar við höfum ykkur karlmennina… því oftast nær endar það illa.
Gangi þér vel
LadyGay
0
LadyGay: Svona til að leiðrétta hlutina, þá hef ég aldrei sagst elska hana…bara þykja vænt um hana…Mér finnst allt of snemmt að segjast elska hana:)
Kveðja Trabbi
0
heldurðu með köllunum þarna kelling??!?!?!
0