Jæja jæja, samhugar. Hér með sendi ég inn persónulega grein með von um hjálp.

Málið er þetta. Fyrir nokkrum árum síðan kynntist ég stelpu. Á þessum tíma þá var hún með strák sem hún hafði kynnst erlendis. Af einhverjum hluta þá virtumst við dragast að hvort öðru og enduðum á sófanum heima hjá vini mínu, sofandi, ekkert gerðist. Hún var í öðrum vinahóp þannig að við hittumst ekkert allt of oft en þegar það gerðist þá gátum við ekki haft augun af hvort öðru. Síðan flytur hún út til kærasta síns og fer í skóla og svo framv. En kemur oft hingað heim á sumrin.

Nú gerðist það í fyrra að við hittumst og eins og áður varð mjög gott á með okkur og við enduðum á því að sofa saman. Í nokkrar vikur eftir það vorum við síðan að sofa saman þanngað til að hún fór aftur út til kærastans. Hún sagði honum frá þessu og viti menn hann var nú ekkert allt of sáttur en sagðist elska hana og fyrirgefa henni. Síðan kom hún heim síðastliðið sumar og aftur hittumst við, á þessum tíma var ég með stelpu en það samband var að enda (ég var að fara að segja henni upp) og aftur endum við á því að sofa saman. Síðan gerðist meira og meira þar. Kærastinn hennar kom svo í heimsókn til Íslands og hann frétti af því hvað hefði gerst en fyrirgaf henni það aftur. Við hittumst aftur og hér um bil lofum hvort öðru að ekkert muni gerast en aftur sofum við saman og nokkrum dögum seinna fór hún aftur út.

Hún er búin að segja mér að hún sé meira heldur en hrifin af mér en elskar kærastann sinn og veit það að kærastinn elskar hana og segist vera dauðhrædd við að elska tvo menn á sama tíma. Ég veit að ég ætti sennilega að segja við hana, “Farðu í rassgat og láttu mig í friði” en ég er nokkuð viss um að þetta sé stelpan fyrir mig. Það er engin stelpa sem hefur nokkurn tíman haft þessi áhrif á mig og mér líður eins og ég gæti orðið gamall með þessari stelpu. Nú erum við hreinlega bara í e-mail sambandi og það er bara svona lala samband sem er þar á, hún er ekki nettengd en fer á kaffihús til að senda mér bréf sem er svona á 2-3 vikna fresti. Ég er alveg að drepast ég sakna hennar svo mikið. Ég er búinn að segja henni hvernig mér líður þannig að það er ekkert svona “Segðu henni bara hvað þér finnst” kjaftæði. Hvað á ég að gera???? Ég vildi óska þess að ég vissi hvað hún er að hugsa.

Með von um uppbyggileg svör, Gucci!!