Ég fékk allt í einu svona þörf fyrir að tjá mig aðeins hérna, sem ég hef reyndar ekki gert mjög lengi. Og mig langaði að segja frá mér og kærastanu mínum, sem mér finnst vera fullkomnasta manneskja í heimi.
Núna eru rúmlega 2 ár síðan ég hitti hann fyrst, það var um verslunnarmannahelgina 2005. Hann vildi fá að klappa hundinum mínum og fór að tala við hann út frá því. Fyrst líkaði mér ekki vel við hann, en síðan eftir því hvað ég talaði meira og meira við hann þá gat ég ekki hugsað um annað, en ég var svo rosalega ung þá(eins og ég er enn) að ég var ekkert að þora að pæla neitt meira í honum en bara sem vin, vissi líka að hann var alltof gamall fyrir mig. Og síðan eftir helgina hitti ég hann ekkert aftur, hann átti heima ekki langt frá frænku minni sem að ég er mikið hjá og ég vissi eiginlega bara það.. Vissi varla hvað hann héti eða hvað hann væri gamall.
En ég hætti ekkert að hugsa um hann, hann einhvernvegin náði hann til mín, skil ekki alveg hvernig en það var bara eithvað. Síðan var ég með mörgum strákum þangað til árið eftir (sumarið 2006) og þar á meðal strák sem að var vinur hans, ég vissi það reyndar ekki.. Datt það ekki einu sinni í hug! Og þessi vinur hans var ekki skemmtilegur við mig svo mér líkaði ekkert við hann. Og síðan fyrir algjöra tlviljun voru vinir mínar að grínast í mér og tóku mig á rúntin, eða reyndar hentu mér inní bíl og keyrðu einn hring með mig, og stoppuðu hjá 2 vinkonum sínum, þá ættlaði ég að fara útúr bílnum, en sá þá þennan strák sem mér líkaði ekki við (vinur kærastans míns, köllum hann bara stefán, og kærastan minn karl) og þegar ég sá Stefán hætti ég við að fara út, en vinir mínir voru að spjalla við vinkonur sínar og bakvið þær stóð strákur sem ég kannaðist við (Karl) og hann mundi eftir mér, og þá fékk ég svona kítl í magann. En það entist ekki lengi því vinir mínir keyrðu aftur með mig heim, og ég fékk ekki númerið hjá Karli!
Síðan á menningarnótt var ég um dagin í Rvk, og var að fara í flug heim til mín, og var að labba upp Laugarvegin, og þá er allt í einu kallað á mig, og þá er enginn annar en Karl þarna! Og labbar til mín, frekar vel í því og svona, og hann spurði um msnið mitt! Og ég náttla lét hann fá það. Og fór síðan heim.
Síðan talaði ég við hann á msn og svona, og kemst að því að hann eigi kærustu, og er búinn að vera með henni í ár. Svo ég lít bara á hann sem vin, sem var reyndar allt annað en ég vildi því ég hugsaði ekki um annað en hann! En svo stuttu seinna þá segir hann mér að hann og kærastan hans séu hætt saman og hann sé hrifinn af mér, og við svona ‘'byrjum’' saman á msn (ég veit barnalegt, við hlæjum líka að því núna) en síðan eftir mánuð tæplega hættir hann með mér, þá erum við búin að hittast, en svolítið kemur uppá svo að við hefðum ekkert getað hist svo hann biður mig um að vera vinkona sín því honum þykji svo vænt um mig, og ég náttla játa því.
Og síðan líða nokkrir mánuðir, þetta var í Október 2006. En síðan erum við bara vinir, nema ég er hrifin af honum. Síðan fer ég til Rvk og ákveð að hitta hann, þá á ég kærasta en ákveð að segja Karli ekkert frá því, og hann náttla vissi að ég hefði verið með honum en ég segji að það sé búið, og síðan höldumst við í hendur og svona, en síðan þarf hann að fara heim og ég líka. Og seinna það kvöld hætti ég með þáverandi kærastanum mínum, og dagin eftir á ég að fara með flugi heim í fermingu og koma aftur um kvöldið, en ég svaf yfir mig og missti af fluginu, og þá ákveðum ég og pabbi minn að fara til frænku minnar, en ég verð eftir hjá Karli, og við vorum bara að horfa á TV og síðan höldumst við í hendur og eithvað, og síðan kyssir hann mig, ég hef aldrei verið svona rosalega ánægð, en ég var ekki viss um hvort við værum saman eða ekki, þannig að þegar hann skutlar mér heim þá stoppar hann til að ‘'pissa’' sagði hann, og við fórum að tala saman, og ég sagði honum að ég væri búin að vera rosalega hrifin af honum rosalega lengi, og hann segir mér að hann sé líka hrifinn af mér og sé alveg game í eitvað meira en vináttu! Og ég náttla alveg himinlifandi!
Þetta var 1. Apríl/Eða þetta var eftir miðnætti svo þaðvar eiginlega 2. Apríl en við segjum alltaf 1.Apríl.. Ég hef aldrei verið jafn hamingjusöm eins og ég er núna, ég er eiginlega viss um að hann sé sá eini rétti, og ég held meira að segja að ég elski hann! Hehe ég veit að það trúa því ekki allir hérna á /romantik því ég er svo ung, og það er frekar mikill aldrusmunur á okkur(ég er ‘93 og hann ’89) Ekki segja að hann sé eithvað sick því þetta var okkar val.
En núna er ég búin að skrifa alltof mikið. Takk fyrir mig og plís engin skítköst:)!