ÉG hef oft verið að velta þessari spurningu fyrir mér.. hvað í ósköpunum er ást..?
ÉG hef ekki enn komist að neinni niður stöðu en nýjust hugmyndir mínar eru þessar.:

Ást er eitthvað dásamlega æðislegur hlutur , hún er ekki áþreifanleg en maður finnur samt fyrir henni ef hún er nógu mikil. Ást getur fært mann yfir höf og lönd, ef maður á eitthvern sem maður elskar og eitthvern sem elskar mann þá skipta veraldlegir hlutir engu, þú finnur ekki einu sinni fyrir þeim.
Ástin er þegar maður er tilbúinn til að taka manneskjuna alla , kostina , gallana og bara allt. Þegar maður er tilbúin til að sætta sig við allt í fari manneskjunar og vilja ekki breyta neinu.
Ást er EKKI krakkar sem eru búnir að vera saman í viku og eru farin að segja ég elska þig. Ást er EKKI við fyrstu sýn.
Ást er áunnin og það tekur mikla vinnu og mikið þol til að ná henni.
Mér finnst ömurlegt að lesa blogg hjá eitthverjum smápíkum og svo stendur í endan : Elska þig ástin mín, þú ert mér allt <3 og svo stendur kannski inní blogginu. ég og þessi erum búin að vera saman í viku í dag:D
Svoleiðis hlutir fara verulega í mig.
En ég veit ekki almennilega hvað ást er, maður veit það kannski ekki alveg fyrr en maður hefur upplifað alvöru ást.
Endilega commentið ykkar skoðanir á þessu máli

Rakk <3
Aflaflamahaff