Ég er staddur á soldið leiðinlegum stað. Ég er búinn að vera með stelpu í 4 ár allt í allt en hún sleit þessu eftir 3 ár en tókum saman aftur ári eftir það. Eftir að við hættum saman þá varð ég furðulegur og mér leið illa í mjög langan tíma. Ég endaði á geðlyfjum sem hjálpuðu mér reyndar mjög mikið og allt bara gott með það. Hálfu ári eftir að við hættum saman þá kynntist ég yndislegu fólki. Við 6 urðum nánustu vinir og gerðum allt saman og urðum mjög náin. Svo hitti ég stelpuna sem ég var með og hafði ég ekki séð hana frá því að við hættum saman. Ég náttla brotnaði allveg og við tókum aftur upp. Frá því að við byrjuðum aftur saman þá líður mér mjög vel en ég get ekki tekið hugann af strákunum sem hún var með í millitíðinni, ég er kannski að segja þetta útaf reiði, bara að hluta til samt, en þeir voru allgjör fífl, ég skil ekki hvernig hún gat verið með þessum strákum. Núna finnst mér leiðinlegt að fara með hinum krökkunum sem ég kynntist og taka hana með, því hún passar ekki inn í þetta sem við höfum. Ok…. núna er staða mín sú að allt í einu er ég kominn með einhverjar undarlegar tilfinningar gagnvart einni stelpunni í hópnum. Samt er svo skrítið, ég er ekkert feiminn við að tala við hana eða neitt þannig, við tölumst allveg eins núna eins og þegar ég var ekki með þessar tilfinningar. Hún er með nákvæmlega sömu skoðanir og ég á öllu og hún er bara snillingur á allan hátt. Mér dettur það hinsvegar ekki í hug að segja neitt við hana í sambandi við þetta, því ég veit ekkert hvað henni finnst. Ég er samt allveg viss um að hún er ekki með þessar sömu tilfinningar til mín. Ekki gleyma heldur stelpunni sem ég er með, ég gæti aldrei slitið sambandinu við hana, hún deyr.
ANDSKOTINN !!!