Ætla að gera aðra heiðarlega tilraun nuna
Á gamlárskvöld 2005-2006 kynntist ég þessum strák, myndarlegur,skemmtilgur og bara fínn gaur. Eftir þetta kvöld byrjuðum við eitthvað að tala saman og útfrá því byrjuðum við saman í byrjun febrúar. Fyrstu tvo mánuðina í sambandinu var allt eins og í rómantískri bíómynd. En svo eitt laugardagskvöldið þegar að við vorum að horfa á mynd þá bað hann mig að fara að ná í kókglas. Ég var svona ekki að nenna því og sagði í meira gríni en í alvöru æjj nenni ekki.
Þá varð hann mjög reiður við mig og tók mjög harkalega í mig og sagði NÁÐU Í KÓKGALS HANDA MER DRUSLAN ÞÍN. Mér brá svo að ég gat ekki annað en náð í kókglasið. Þegar að myndin kláraðist fór ég heim án þess að kveðja.
Eftir þetta atvik hittumst við ekki í nokkra daga..en þá byrjaði hann að hringja og byðjast fyrirgefningar. Sagði mér allskonar útskýringar á þessari skapsveflu hans.
Ég auðvitað eins og asni fór til hans, en vanalega á ég ekki auðvelt með að fyrirgefa hluti.
Næst þegar að við hittumst var hann mjög góður við mig, gaf mér rós og eldaði fyrir mig, ég auðvitað féll fyrir þessu og fyrirgaf honum strax og lét eins og ekkert hafi í skorist. Seinna um kvöldið vorum við eitthvað að kúra og klukkan frekar margt. Ég sagðist þurfa að fara heim en þá reif hann í hárið á mer og sagði þú ferð ekki fet fyr en þú ert búin að sinna þínu verki. Og eins og áður gerði ég það sem að hann bað um. Þegar að heim var komið byrjaði ég að hugsa um hvort að þessi hegðum hjá honum væri nokkuð eðlileg.
Næsta þegar að við hittumst þá ákvað ég að spurja hann úti þetta allt, en hefði betur átt að sleppa því , hann sló mig og henti mér úti vegg. Reif í hárið á mér og öskraði á mig að ef að ég væri ekki sátt við hans skap gæti ég bara farið og drullast í burtu en ef að ég myndi fara frá honum myndi hann dreifa allskyns sögum um mig um bæinn. Og þar sem að ég var með litið sjálfstraust ákvað ég að vera áfram í sambandinu.
Eftir að þetta gerðist var ég orðin smá hrædd við hann. Oft þegar að hann hringdi og bað mig um að hitta sig þá sagðist ég þurfa að læra eða vera veik. En þegar að við hittumst þá enduðu allar heimsóknir á ofbeldi. Hann annaðhvort sló mig eða barði einu sinni hrækti hann á mig og í nokkur skipti þvingaði hann mig að gera kynferðislega hluti við sig.
Þetta auðvitað braut mig niður og ég var byrjuð að kenna sjálfri mér um þetta allt og leit á sjálfa mig sem eitthvað ógeð. Svona gekk þetta í einn og hálfan mánuð. Oft kom ég barin og með sár framan í mér heim fra honum. Og mömmu var byrjað að gruna að eitthvað væri að gerst en auðvitað neitaði ég öllum spurningum sem að hún spurði að.
um miðjan júni þegar að ég var að fara til hans. Þá kom ég að honum með annari stelpu . stelpu sem að ég þekki ágætlega. Og eftir það talaði ég ekki aftur við hann.
Næstu daga lá ég inní herbergi vælandi og hugsandi um hann. Eftir nokkrar vikur byrjaði hann að hringja og senda sms. Byðjast fyrirgefningar og segjast vilja fá mig aftur. Þó að stór hluti af mér vildi hann aftur þá neitaði ég honum alltaf með tárin í augunum.
En svo í enda ágúst þá kynnist ég öðrum strák sem er kærastinn minn í dag. Hann lét mig gleyma öllu um minn fyrv. Og kom mer aftur til að brosa. Ég treysti honum alveg fullkomlega og elska hann útaf lífinu en samt verður alltaf þessi óróleiki um að eitthvað gerist og ég er alltaf viðbúin slíku.
en svo gerðist það núna um eurovision helgina að ég var í partyi og fyrv. Var þar líka. Ég var frekar ölvuð og hann líka. En í partýinu þá ræðst hann á mig inní einhverri kompu og fer að káfa á mér og fer inná mig. Og eftir það brotnaði ég algjörlega niður.
Allt það sjálftraust sem að ég hafði náð að byggja upp með núverandi kærasta mínum er horfið. Og ég er miklu hræddari um að hann fari fra mér eftir þetta. Á er miklu óöruggari með sjálfa mig og mer finnst ég vera svo skítug.
Ég kenni sjálfri mér um þetta og er algjörlega ónýt að innan. Kannski ég hefði átt að segja já við kókglasinu.?
öll brjóst lafa að lokum..!