Sælir veriði kæru hugarar :)

Ég er að senda inn þessa grein(mín fyrsta) því ég væri ekkert á móti því að fá smá aðstoð varðandi sambandið mitt.
Ég veit ekkert hvað ég á að gera og mig vantar nauðsynlega ráð því ég get ekki lesið hug drengja en kannski eru einhverjir þarna úti sem veit hvað minn gaur vill eða hvað?

Kynning
Ég er 17 ára stelpa að verða 18 í nóvember(fædd 89). Kærasti minn er tvítugur (fæddur 87). Ég er úr kópavogi en hann frá Akureyri.

Við kynntumst í framhaldsskóla úti á landi, réttara sagt heimavist. Ég byrjaði þar á fyrsta árinu mínu en hann var á þriðja en var samt á sínu fyrsta ári þarna á heimavistinni.

Þegar við kynntumst fyrst þá var ég mjög mikið með fólki en hann var svona frekar einn. Mig líkaði alveg vel við hann og fór að tala við hann og hann byrjaði að reyna við mig út frá því. Hann var mjög þunglyndur og sofnaði tildæmis aldrei fyrr en kannski 3 um næturnar því hann var alltaf að hugsa um slæmu tímana hans í æsku sem hann var upsest af. Þó ég segi sjálf frá þá sko brosti hann eiginlega aldrei en eftir að hann kynntist mér og var með mér þá reyndi ég að gera mjög mikið fyrir hann og reyndi að láta þetta þunglyndi hans fara og það virkaði (hann byrjaði að brosa og varð ekki eins þunglyndur).

Við byrjuðum saman í byrjum desember og erum búin að vera núna saman í eitt og hálft ár.

Við áttum mjög góða tíma saman og líka leiðinlega.
Ég man eftir því að þegar ég kitlaði hann einhverntímann þá vissi hann varla hvað ég var að gera (hann hafði ekki verið kitlaður áður) spáið í því? Hann sagði mér að hann hafi ekki fengið umhyggju eða neitt þegar hann var yngri. Fyrr en hann byrjaði með mér því ég var kærasta hans og þær eru auðvitað í kærustum sínum semsagt faðmlög, kossar og fleira.

Vandamálið
Ég vil fara núna í skóla í bænum en hann vill vera á Ak og fara í háskóla þar.
Mér finnst það allt í lagi en honum finnst það greinilega ekki allt í lagi.

Ég var að æfa magadans áður en ég fór í framhaldsskólann úti á landi og leið mjög vel og gerbreyttist eftir það. Eftir að ég byrjaði í skólanum úti á landi þá langaði mig alltaf að flytja í bæinn og fara aftur í dansinn en ég hætti við að hætta þar til að vera með honum. Ég átti að vera eitt ár lengur þarna í skólanum þegar ég var búin með eitt ár til að vera með honum. Við höfðum ákveðið að við myndum fara eftir þetta eina ár saman í bæinn að leigja úr stúdentagörðum og hann myndi fara í HÍ.
Svo einhverntímann segir hann mér það að hann geti það ekki (mamma hans hafði talað hann af því, hann er mikill mömmudrengur og hlustar á bókstaflega ALLT sem hún segir).
Hún sagði við hann að það væri of dýrt og sagði honum allt það slæma þannig að hann hætti við.
Ég var þá svo sár auðvitað en það gleymdist og ég reyndi að finna aðra leið til að vera saman. Mín hugmynd var sú að ég myndi fara í bæinn og klára mín 2 ár og hann færi þá í skóla á AK og ég myndi síðan koma og flytja á AK þegar ég væri búinn með stúdentinn.

Núna er það komið að því leveli. Ég er að fara á mitt þriðja ár (semsagt ég á 2 eftir). Ég vinn hérna í bænum og hann er að vinna á Akureyri og við ætlum að hittast mánaðarlega.

Nema hvað? Í kvöld segir hann við mig að hann geti ekki verið í fjarsambandi en hann vill samt fá mig á AK. Hann skilur ekki tilganginn með fjarsambandi.
Eg sagði honum að fjarsamband væri ef par gæti ekki verið saman á ákveðnum tímapunkti en ætla að vera saman þegar sá tími kemur sem þau geta það (það er semsagt þegar ég er búin með mín 2 ár, samt mjög líklegt að ég klári á 1 og hálfu ári). Hann virtist ekki skilja það.

Ég held að hann vilji mig allt í einu ekki lengur.
Ég tala kannski um að hittast eða eitthvað einhverja helgi en hann getur það ekki því hann er “örugglega” að vinna. Ég sagði við hann “ég er ALLTAF að vinna og er búin að fá einn dag frí seinustu vikur en ég fer og bið um frí til að hitta þig einhverja helgi”. Hann segir að hann geti ekki beðið um frí og hann verður að fá alla þá vinnu sem hann getur.
Hvaða máli skiptir ein helgi í mánuði?? Hann hlýtur að geta fengið að fá frí eina helgi í mánuði til þess að ég get komið og hitt mig.
Ég er að fara til hans helgina 22-24 júni því ég fæ far. Hann átti voða erfitt með að byðja um frí þá helgi (það var ekki einu sinni búið að ákveða að hann ætti að vinna þá, hann þurfti bara að biðja um að þá helgi væri hann upptekinn og kæmist ekki til vinnu eins og ég gerði).
Hann virðist ekkert reyna að gera til þess að hitta mig.
Ég spurði hann á ég að koma á fimmtudegi frekar en föstudegi því þá höfum við allan föstudaginn en ekki bara seinnipartinn og hann vildi það ekki því þá þyrfti hann að fá frí úr vinnu á fimmtudegi.

Ég skil svo eitt ekki. Hann er að æfa fótbolta líka og biður kannski um dagvakt í stað kvöldvakt sem þeir samþykkja til að hann geti farið í fótboltann en hann getur ekki gert það fyrir mig þegar hann veit að ég ætla að koma til hans.

Svo í dag segir hann “ þú getur komið á fimmtudegi, ég er að fara að spila um kvöldið og ekki að vinna”. Ég hugsaði bara með mér hallO??? Hann getur beðið um að hliðra til svo hann geti farið í fótboltann en þegar að ég ætla að koma og nokkrar vikur síðan við hittumst síðan.

Ég skil hann bara engan veginn. Er einhver þarna úti sem skilur þetta? Er hann bara engan veginn hrifinn af mér?

Samt sagði hann í kvöld. Ég vil ekki vera í fjarsambandi en ég vill þig. Hvað á það að þýða? Hann hlýtur að geta beðið ef hann vill mig virkilega. Hvað finnst ykkur?
Getiði sagt mér það sem ykkur finnst um þetta?

Þetta er viðkvæmt mál hjá mér þannig að ég bið ykkur um að vera ekki með nein skítköst og sýna tillitsemi.

Takk fyrir. :)