Heil og sæl öllsömul.

Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa grein er sú að hvað er málið með stefnumótalífi Íslendinga?? Ólíkt öðrum þjóðum þá virðist fyrst vera í lagi að fara á alvöru stefnumót þegar fólk er búið að sofa nokkrum sinnum saman. Þegar maður kynnist stelpu eða strák virðist hefðin vera sú að hitta hana niðrí bæ á háværum skemmtistað þar sem báðir aðilarnir eru helst í glasi og svo að enda saman heima. Og öll þessi skipulagning fer í gegnum SMS form á símanum.

Nú spyr ég ykkur, ef ykkur væri boðið á alvöru “date” þá erum við að tala um mat, vín, allan pakkan hvað mynduð þið segja? Er fólk virkilega svona feimið við að láta sjá sig með öðru fólki? Fólk segir við mig að annað hvort hittist fólk á kaffihúsi eða fer saman í bíó. Ég get skilið kaffihúsapælinguna en bíó?? Hversvegna að fara með einhverjum sem þú ert að reyna að kynnast á stað þar sem þú þarft að þegja í 2 tíma. Annað sem ég vildi fá álit ykkar á, Hvert á að fara á date? Eru einhverjir “öðruvísi” date staðir sem spretta upp í hugan sem gætu verið skemmtilegir og spennandi? Hvað með að bjóða í mat?? Kannski of mikið “kokkurinn og piparsveinninn” Sá gæi er með mínus í persónuleika og svarta beltið í karakter….

Kveðja,
Gucci.