Er hægt að vera ástfanginn af fleiri en einum aðila í einu?
Ég tel að svo sé hægt, að við berum þann hæfileika til að gefa af okkur og að elska algerlega fleiri en einn aðila. Ég er ekki að segja að þetta sé eitthvað fyrir alla, alls ekki. En ég vil benda fólki á þennan möguleika. Að fólk eigi möguleika á því, og að það þýði ekki að það sé skrítið, eða asnalegt.

Í dag er ekki óalgengt að fólk sé í svokölluðum “opnum” samböndum, sem eru ýmist þannig að fólki sé frjálst að stunda kynlíf með öðrum aðilum og sum ganga það langt að aðilum í sambandi sé frjálst að vera í öðrum samböndum.
Margir eru á móti þess konar samböndum, að með því sé verið að bjóða hættunni heim ef svo má segja. Að með því sé verið að gera lítið úr nánast öllu því sem að vera í sambandi stendur fyrir.
Einnig eru margir sem sjá svona sambönd í hillingum, að þegar maður sé í “opnu” sambandi séu aldrei vandamál og að afbrýðisemi sé ekki til. Það er hinsvegar alrangt, afbrýðisemi getur verið vandamál og er það oft. Eins og í svokölluðum venjulegum samböndum þá skiptir hreinskilni öllu máli. Það gengur ekki að segja eitt og gera annað, eða að sleppa að segja/gera eitthvað bara útaf því að það er erfitt. Í “opnum” samböndum er sömu vandamál og í venjulegum samböndum og er alveg jafn erfitt að láta þau virka.
En ég ætla amk að ræða um þessar tvær tegundir af “opnum” samböndum sem ég minntist á hér áðan.

Kynferðislega opið samband

Þar er öðrum eða báðum aðilum í sambandi heimilt að stunda kynlíf með aðilum utan sambandsins. Oft er samt sem áður takmörkun á hverjum aðilinn má stunda kynlíf með, eing og ef að strákur er í sambandi við tvíkynhneigða stelpu og stelpunni er heimilt að stunda kynlíf utan sambandsins en þá aðeins með stelpum. Já, eða öfugt.
En í þesskonar samböndum er ekki gert ráð fyrir að tilfinningasambönd myndist milli kynlífsfélaga.

Algerlega opið samband
Þar er öðrum eða báðum aðilum sambandsins heimilt að vera í öðrum samböndum (eiga t.d. annan kærasta) og er það þá oftast bæði kynferðisleg- og tilfinngasambönd. Þá er það oft haft það þannig að aðilar eigi bara í kynlífssamböndum við aðila sem það hefur tilfinningatengsl við (s.b. að aðilarnir egi ekki svokallað “fuckbuddies” eða stundi “one night stands”).
Inni í þessum flokk eru svo nokkrar tegundir af samböndum, ef flokkanleg mætti kalla. T.d. er til nokkuð sem á ensku er kallað triad (þríhyrningur) og er það þannig að þrír aðilar séu í einu sambandi í rauninni.
T.d. Anna er með Kalla og Siggu, Kalli er með Siggu og Önnu, og svo er Siggar með bæði Kalla og Önnu. Þá eru þau samt í rauninni með lokaðan þríhyrning. Þó svo að oft megi þau vera með öðrum aðilum þá eru þau samt búin að binda sig þessu sambandi eins mikið og er gert í venjulegum samböndum.
Auðvitað er þetta ekki 100% útlisting á svona samböndum. Þessi sambönd eru farin að vera algengari eða a.m.k. fólk farið að vera sýnilegra með sín sambönd. Eins og er hér á landi þá hef ég aðallega tekið eftir yngra fólki sem er farið að stunda svona “opin” sambönd, en erlendis er þetta í öllum aldursflokkum. Þar er fólk sem hefur verið í þess konar samböndum í fjölmörg ár og hefur vel gengið. En það er ein málsgrein sem er algild í svona samböndum og vil ég hels ekki þýða hana þar sem mér finnst hún segja sitt á enskunni (og til að minnast á það þá eru þessi algerlega “opnu” sambönd sem ég er búin að minnast á hér að ofan helst kölluð polyamory á enskunni sem myndi líklega helst útleggjast sem fjölástir á íslensku, eða það að elska fleiri en einn aðila”

“Polyamory has been defined as the philosophy and practice of loving more than one person at a time with honesty and integrity. Synonyms for polyamory are responsible, ethical, and intentional, non-monogamy. Because those descriptions are somewhat clumsy, the term Polyamory was coined in the late 80's by a pagan Priestess, Morning Glory Zell, and defines a range of different lifestyle alternatives. In most cases, but not all, this involves some sexual or at least intensely intimate sensual behavior.”
Tilvitnun tekin af : http://www.ejhs.org/volume6/polyamory.htm

Hér eru svo ýmsir tenglar um þetta efni, því miður eru þeir allir á ensku
http://www.faqs.org/faqs/polyamory/faq/ ítarleg síða um hvað polyamory er.
http://polyweekly.livejournal.com/ Podcast um Polyamory (hægt að nálgast í gegnum iTunes)
http://www.polyamorysociety.org/ Um polyamory samfélagið
http://en.wikipedia.org/wiki/Polyamory Skilgreining Wikipedia

Vil ég svo ljúka þessari grein minni með því að vonast eftir því að þið munið ef til vill skilja þá sem kjósa að vera ekki í lokuðum samböndum.

Takk fyrir mig.