Hvað er framhjáhald? Í gærkvöldi fór ég að velta þessari spurningu fyrir mér “Hvað er framhjáhald?”. Þá er ég að tala um, hvað flokkast sem framhjáhald og hvað ekki, og hver er “skilgreiningin” á framhjáhaldi.

Hvað þarf manneskja sem er í sambandi að ganga langt með annarri manneskju svo það kallist framhjáhald?
Finnst ykkur nóg að hún sé að “reyna við” aðra manneskju, skiptast á símanúmerum, sms-ast, halda utan um hana/leiða hana, kyssa hana…eða þarf hún að ganga alla leið og sofa hjá henni til að það kallist framhjáhald?

Ég er nefnilega ekki alveg viss hvað ég myndi kalla framhjáhald. Ég held að ég hafi alltaf hugsað um það þannig að ef manneskjan kyssti einhvern annan (ekki maka sinn :P) eða gengi lengra (svæfi hjá henni) þá væri hún að halda framhjá.
En svo fór ég að hugsa, að ef við tækjum til dæmis foreldra okkar sem dæmi (eða eitthvað sambærilegt). Hvað heldur þú t.d. að mamma þín myndi segja ef pabbi þinn væri að kyssa einhverja konu og/eða sofa hjá henni. Þá væri það að sjálfsögðu framhjáhald, ekki satt? En ef að mamma þín kæmist að því að pabbi þinn væri að “stíga í vænginn”/”reyna við” einhverja konu og hefði jafnvel verið að skiptast á símanúmerum við hana og þannig. Er það framhjáhald? Ef það er ekki framhjáhald, hvað er það þá?

Endilega pælið aðeins í þessu með mér :P
=)