Fer það ekki svona nett í taugarnar á ykkur þegar þið eruð búin að vera að fylgjast með einhverjum aðila sem er kynæsandi og skemmtilegur og ímynda ykkur hve ljúft það væri nú að kyssa hann en svo loksins gerist það og hann kyssir eins og æstur 14 ára unglingur í sleik í fyrsta skiptið? Ég lenti í þessu um síðustu helgi og ákvað að setja saman leiðbeiningar því mér sýnist þörfin vera talsverð.
Gluggi sálarinnar
Í Rómeó og Júlíu segir Clare Danes að varirnar séu gluggi sálarinnar og ég er nokkurn veginn sammála henni, en það þýðir ekki að maður geti ekki notið þess að kyssa einhvern sem maður býst ekki við að giftast. Ég skil ekki karlmenn sem kyssa eins og þeir eigi lífið að leysa og halda að því harðari sem tungan er því sterkari séu þeir….það er ekkert samasem-merki milli tungu og lims!! En ég held að það hljóti að vera einhvern fylgni milli þess hve fólk nær saman í kossaflensinu og hve vel það nær saman í kynlífinu. Ég get ekki ímyndað mér fullnægjandi kynlíf með manni sem ég meika ekki að kyssa og verð alltaf jafn hissa við að kyssa stráka sem hafa átt kærustur allt sitt post-gelgju líf, þegar þeir kyssa fast, hratt og örugglega eins og gert var í gaggósleiknum í gamla daga. Kossar eru mjög mikilvægir og geta annaðhvort kveikt í manni eða slökkt alla glóð sem er til staðar. Þeir eru miklu persónulegri en það sem á eftir kemur í sjálfu sér (þess vegna kyssti Julia Roberts enga kúnna í Pretty Woman). Auðvitað er engin ein rétt aðferð við að kyssa og ég tel mig sko alls ekki vera neinn sérfræðing í þessum málum en allir sem ég hef talað við meika ekki tungu sem líkist (eins og Anna Rakel sílíkonstelpa orðaði það): “höggormi á hraðferð niður í kok.” Hins vegar getur höggormsaðferðin virkað mjög vel á öðrum vörum líkamans þannig að höggormar lansins þurfa ekki að örvænta, bara færa sig neðar.
Bjarkarkoss
Mjög góða sýnikennslu í lostafullum kossum er hægt að fá í myndbandi Bjarkar “All is full of love”, þar kyssir hún sjálfa sig mjög svo mjúklega en jafnframt ákveðið og æsandi. Það getur ekki verið annað en gott að kyssa Björk en ég vil benda fólki á að kyssa hana ekki nema spyrja hana fyrst, ég hef nefnilega heyrt að hún sé svolítið feimin. Pabbi minn segir að mamma sé besti kyssarinn af öllum gömlu kærustunum (sem geta ekki verið margar því þau byrjuðu saman 16 ára) og það staðfestir trú mína á orðum Júlíu um glugga sálarinnar og þá rómantík alla. Að kyssa vel er list og ég skil engan veginn kossana í klámmyndunum þar sem gellurnar ulla eins og bjánar á spítti og tungurnar eru í hálfgerðum sjómanni meðan þær stynja frá sér allt loft. Flestar stelpur vilja það alls ekki, þær vilja herramenn sem læðast og stela kossum ljúflega því þá líður þeim voða hreinum og ferskum. Gott er að einbeita sér að vörunum í stað þess að einblína á það sem er fyrir innan, sjúga kannski ljúft efri og neðri vör en ekki báðar í einu….við viljum engar ryksugur. Gott er að verða meira og meira ákveðinn eftir því sem leikurinn ágerist en verið viss um að leikurinn sé að ágerast hjá báðum aðilum. Þegar ég pæli meira í því þá trúi ég varla að það séu til kærustupör sem finnast maki sinn kyssa illa þannig að helmingurinn af mannkyninu hlýtur að fíla höggorminn og hinn helmingurinn Bjarkarkossinn. Allt vont venst, en það hlýtur að vera sorglegt að þurfa að venjast ruddum sem ulla ofan í kok….fast, hratt og örugglega.
Eða hvað finnst ykkur?