Það hafa eflaust allir velt því einhverntíman fyrir sér hvað ástin
sé í raun og veru. Margir hafa skrifað hingað inn á huga og velt
fyrir sér þessu fyrirbæri sem er svo yndislegt en samt svo
hættulegt og særandi.

Það hafa komið um margar klisjur varðandi ástina og sumt
sem sagt hefur verið er satt en annað eins og væmin amerísk
bíómynd. En ástæða þess að ég skrifa hérna inn er sú að mig
langaði að bera undir ykkur kenningu sem laust niður í kollinn
á mér fyrir nokkrum árum.

Það var þannig að ég var að pirra mig á göllum þáverandi
kærasta míns. Samhliða því velti ég því fyrir mér hvort þetta
væri virkilega ást. Skyndilega áttaði ég mig á því að ég gæti
ekki elskað hann ef ég hataði gallana. Og þá kemur
kenningin:

Þegar maður er ástfanginn finnst manni manneskjan ekki
endilega fullkomin (það er jú ekki til fullkomin manneskja)
heldur elskar maður gallanna líka. Maður er sáttur við þá og
myndi sakna þeirra ef þeir væru ekki til staðar.

Ég hef enn ekki fundið neitt sem eyðileggur þessa kenningu
en mig langar endilega til að heyra frá ykkur þarna úti. Er ástin
kannski mismunandi í augum hvers og eins? Það mál er
kannski frekar heimspekilegseðlis og ég læt vera að velta því
fyrir mér hér og nú.