Ég veit ekki alveg hvar þessi grein getur verið, en mér finnst Rómantík eiga best við þar sem þetta tengist óbeint vali okkar á maka og þar af leiðandi rómantík. En mig langar aðeins að segja nokkur orð um grunnhyggni, þá meina ég líkamlega grunnhyggni.
Ég var að horfa á Judging Amy á S1 í gærkvöldi. Þar snérist umræðan aðeins um það hvort Amy sem er alemnnt talið vel útlítandi kvenmaður hafi “deildir”. Þ.e.a.s. að hún myndi ekki fara út með karlmanni sem hún væri ekki líkamlega hrifin af og gæfi honum því ekki séns.. sem sagt, væri grunnhyggin.
Er staðreynd málsins ekki sú að við erum öll grunnhyggin? Sjálfur er ég grunnhyggin og viðurkenni það fúslega. Við erum bara mis mikið leidd af þessari grunnhyggni. Við sjáum tugi ef ekki hundruði af nýju fólki á hverjum degi og ég held að nánast undantekningalaust dæmum við það með augunum án þess að þekkja það. Ekki jafn stór hluti, en þó yfirgnæfandi mikill hefur “deildir” og gefur fólki ekki tækifæri til að nálgast sig á rómantískan hátt nema líkamlegt aðdráttarafl sé til staðar. Þannig má oft sjá “fallega” fólkið para sig saman og “ófríða/feitara/eitthvað” fólkið para sig saman. Þó eru undantekningar á þessu. Flest erum við sammála um það að það er ekki nóg að hafa útlitið, við getum ekki verið með aðila sem á ekki við okkur þó hann sé mjög fallegur. En við viljum hafa bæði til staðar, einhvern/einhverja sem er í okkar “deild”.
Grunnhyggni er til í ýmsum myndum. Til dæmis í tónlistargeiranum. Ætli B. Spears hefði náð svona langt væri hún 50 kg þyngri? Ég ætla að leyfa mér að efast um það.
Útlit skiptir okkur bara máli. Það er í eðli okkar. Hvort sem við erum að velja sófasett eða maka, að þá viljum við hafa útlitið í lagi. Am I right?
En er grunnhyggni svo slæmur hlutur? Hann er alltaf til staðar hvort sem við viðurkennum það eða ekki. Þó maður sé ekki grunnhyggin sjálfur (eða neiti því staðfastlega), að þá er hann alltaf dæmdur í hvert einasta sinn sem einhver horfir á hann.