Hæ Snolla, það er mjög algengt að karlmenn festist í tölvuleik og hanga í honum endalaust. Minn maður gerir það líka en ég ákvað að taka þátt í þessu með honum og hafa gaman af. Við skemmtum okkur oft frábærlega við tölvuna en stundum er of mikið af því góða og þá segji ég við hann “jæja ástin mín er þetta ekki komið fínt í dag? Komum og gerum eitthvað annað” Það virkar mjög vel, en það sem virkar ekki er að verða pirruð pg garga “þú ert alltaf í tölvunni og ég er að bilast” og koma svo með einhverja ræðu, þá verður hann bara pirraður og þrjóskas við og heldur áfram í leiknum :) Ekki taka mark á þeim sem svörðuðu og sögðu að þú værir bara ekki nógu áhugaverð og svoleiðis viltleysu, þetta er bara djöfulsins bull hjá þeim og greynilega aðilar sem vita ekki ennþá að orð særa. Þetta kemur þínu útliti ekkert við, en maður kannast við það sjálf þegar maður er að lesa góða bók að maður getur ekki beðið með að koma heim og halda áfram að lesa, þetta er þannig hjá þessum blessuðu strákum og tölvuleikjum :) En endilega prufaðu að spjalla við hann ef þú vilt ekki bara vera með honum í þessu og ekki nota ásökunar steningar eins og “þú ert alltaf í tölvunnni” frekar að segja “mig langar svo að eiða meiri tíma með þér, ég sakna þín”, það virkar betur að nota ég setningar heldur en þú setningar ;)
Gangi þér rosa vel
Kveðja
HJARTA