Ég ætla aðeins að skrifa um svolítið sem ég hef verið að hugsa um að undanförnu.

Par hættir saman, aðili A hættir með aðila B. Aðili B er ennþá ástfanginn og bjóst ekki við þessu. Aðili A er sáttur við að hætta saman, hefur fengið nóg. Aðili B getur bara ekki sætt sig við þetta, og annað hvort biður aðila A um að byrja aftur saman, eða notar hvert einasta tækifæri til að flörta eða senda signal. Legst jafnvel svo lágt að bjóðast til að vera bara sex buddies, til að halda áfram að vera í nánd við aðila A.


Þetta er alveg gífurlega algengt, held ég, að sambönd endi svona. Ég skil það svosem alveg, hef lent í svipuðu sjálf, en þetta er samt eitthvað svo aumkunarvert. Ég er að horfa upp á þetta hjá vinum mínum núna, annar aðilinn er sáttur og hinn er bara að bíða eftir að þau byrji aftur saman. Þetta er eitthvað svo niðurlægjandi.. “Má ég nudda á þér tærnar?” “Viltu koma heim til mín á undan öllum hinum sem eru að koma að horfa á vídeó, og hjálpa mér aðeins með eitt?” … svo þegar sátti aðilinn er ekki nálægt talar hin manneskjan endalaust um sátta aðilann, jafnvel eins og þegar maður talar um kærustu eða kærasta. Ekki bara eins og vin eða fyrrverandi. “Ég er að vona að við byrjum aftur saman áður en sumarið er búið, það væri gaman að geta ferðast eitthvað saman sem par”…
Tek það fram að ég er ekki að tala algjörlega um þetta eina par, heldur bara almennt. En ég tek mjög sterkt eftir svona hegðun hjá þeim sem ég þekki.


Ef ég á að ráðleggja fólki, þá myndi ég biðja fólk um að leggjast ekki svona lágt. Aðrir taka eftir þessu, finnst það hallærislegt, og þetta getur verið mjög pirrandi fyrir aðilann sem vill bara halda áfram með lífið. Ég veit að það er ekki erfitt að vera sagt upp, sérstaklega þegar það er ást í spilinu, en vill fólk virkilega vera í sambandi sem augljóslega gengur ekki upp (fyrst þau hættu saman til að byrja með), þar sem önnur manneskjan er að deyja úr leiðindum og elskar ekki hinn aðilann, en hin manneskjan gerir allt til að halda í makann? Það er sorglegt.


Ég er ekki að reyna að skíta yfir einn né neinn, ég hef sjálf verið í þessari stöðu, en nú horfi ég til baka og hugsa “hvernig gat ég verið svona örvæntingarfull??”.
Smá pælingar í boði Mola0 :)