Jæja ég hætti með kærastanum mínum til 3ja ára núna aðfaranótt laugardags!
Hann hafði semsagt farið á djammið með vinum sínum um nóttina og ég hafði lítið talað við hann yfir daginn. Höfðum bæði verið í vinnunni og svoleiðis bara svona eins og gengur og gerist. En allavega!
Á þriðjudeginum áður vorum við eitthvað að spjalla saman og einhvern veginn fór umræðuefnið að snúast um fyrrverandi kærustu hans sem hann hafði verið trúlofaður áður en að við kynntumst í 1 og 1/2 ár. Hann fór bara í fyrsta sinn að segja mér almennilega frá því hvernig það hafi verið fyrir hann að hætta með henni og allt sem því fylgir. Við spjölluðum lengi um það og alltaf fann ég að hann saknaði hennar greinilega mjög mikið.Hafði samt aldrei fundið fyrir því áður þar sem við höfðum verið mjög hamingjusöm!
En já, síðan á föstudeginum fer hann á djammið um kvöldið. Við höfðum haft það voða kósý um daginn. Farið í bláa lónið og út að borða um kvöldið eins og við gerðum svo oft. Allt virtist bara svo eðlilegt. Síðan fer hann bara á djammið með vinum sínum og ég með mínum vinkonum. Við drekkum hvorug svo yfirleitt lendir það líka á okkur að skutla vinum okkar heim á eftir.
Klukkan hálf 6 þá hringir hann í mig og spyr mig hvar ég sé. Ég segist vera að klára að skutla stelpunum heim og hann spyr mig hvort að ég geti hitt hann í bænum eftir það. Ég sagði auðvitað já og ég heyrði alveg strax hvað var í gangi. Sá bara strax í gegnum hann! Eitthvað var greinilega að og ég mætti á svæðið alveg með það á hreinu hvað hann ætlaði að segja. Sem reyndist síðan rétt!
Hann byrjaði á því að spyrja mig hvað ég hafi verið að gera í kvöld og svoleiðis. Passaði sig á því að vera mjög ,,nice". Síðan einhvern veginn byrjaði hann að tala um fyrrverandi kærustuna sína og að hann hafi bara uppgötvað að hann saknaði hennar alltaf meira og meira. Hann væri ennþá bara svo hrifin af henni að það væri ekki eðlilegt. Þegar að ég heyrði þetta þá leið mér eins og ég hefði fengið blauta tusku í andlitið. Mig grunaði þetta, en samt var ég svo engan veginn tilbúinn til þess að heyra þetta.
Ég auðvitað sat þarna og það kom smá vandræðaleg þögn. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég gat sagt við þessu. Ég reyndi bara að halda andlitinu þó að ég hafi verið við það að brotna niður. Skrýtið, þó að mig grunaði þetta alveg, að þá var samt erfitt að heyra þetta og fá þessa höfnum.
Síðan fórum við bara að spjalla um allt annað. Sameiginlegu vini okkar og svona en samt varð þetta stundum frekar vandræðalegt. Síðan ákveður hann að fara heim og sofa en segist hringja í mig morguninn eftir og keyrir í burtu. Við segjum bara bless við hvort annað og keyrum í burtu, og þá missti ég mig! Það varð bara gjörsamlega táraflóð alla leiðina heim. Ég var að reyna að keyra og grenjaði og grenjaði á meðan. Stoppaði á ljósum og já, það var horft á mig stórum augum.
Síðan kem ég bara heim, sofna og vakna. Dagurinn var bara venjulegur. Vinna og þunglyndi. Ég var búin að ákveða að hvorki hringja né senda honum sms þar sem ég ætlaði ekki að koma skríðandi til hans þar sem ég er mjög þrjósk manneskja;). En allan daginn beið ég eftir hringingu sem aldrei kom og ég hef ekki fengið enn!
Ég varð svo reið daginn eftir að ég henti öllum 300 sms-unum sem ég átti í símanum mínum frá honum. Öll þessu sætu sms frá honum sem ég hafði fengið þegar við vorum rétt að kynnast. Henti því öllu út! Og vá það var æðislegt. Eina sem ég á eftir um minningu um hann núna er ein mynd og númerið hans. Allt hitt er farið! Og ég sé sko ekki eftir því.
Ég er búin að vera í svo vondu skapi núna síðan um helgina að það er varla hægt að tala við mig. Söknuðurinn er alveg að fara með mig og ég geri eiginlega ekkert af mér lengur eins og ég gerði svo oft áður. Er bara hætt að hafa löngun til þess að gera nokkurn skapaðan hlut:(
Sem betur fer á ég yndislega vini sem styðja við bakið á mér og gera allt til þess að hjálpa mér. Engin þeirra hefur lent í svipaðri reynslu en allir gera sitt besta í að hjálpa manni:)
Er einhver með sniðuga lausn?? Þarf virkilega á einhverju peppi að halda núna…engum skítköstum takk!!…hann er engin hálviti