Það er svo misjafnt hvort einstaklingur þarfnast annars einstaklings eða ekki. Sumir eru sterkir og hafa það bara frábært einsömul, á lausu og allt það. Aðrir þarfnast einhvers, einhvern/einhverja til að eyða flestum tímum með, deila tilfinningum, finna ást og geta gefið alla ást sína. Finna hvernig einhver einstaklingur er stærsti hluti af lífi manns sem maður getur alltaf leitað til.. og öfugt. Ég er einn af þeim sem er í síðari hópnum, þ.e.a.s. ég þarfnast einhvers.
Ég er tvítugur, er meðal annars búinn að vera í sambandi við stúlku í rétt rúm tvö ár áður en við hættum saman, svo mánuði eftir það byrjaði ég með stelpu og vorum saman í rúmt ár áður en það slitnaði. Persónulega finnst mér þetta allt of alvarleg og löng sambönd miðað við hve ungur ég var og er. Ég byrjaði að búa í báðum þessum samböndum. Auðvitað á milli hafa verið lauslegri sambönd og bara gaman.
En hvað er það sem ræður því hvort maður þarfnist einhvers svona mikið eða ekki? Þið sem getið alveg komist í gegnum lífið ein.. what's your secret?! Það liggur við að nú þegar ég hef verið einn svona lengi, að ég bara byrji með hverri sem er, bara svo ég sé ekki einn lengur. Ég er mjög myndarlegur, og get valið um dömurnar, en ég vil heldur ekki fara í samband því þá verður það alvarlegt, og ég treysti mér bara ekkert í svoleiðis dæmi. Það er bara eins og að ég geti ekki haldið mér á lausu í lengri tíma. I just get so lonely eitthvað. Svo er það nú oft þannig að þegar ég er í sambandi.. að þá langi mig út úr því, því að grasið gæti verið grænna hinu meginn.
Er ég eitthvað freak eða bara týpískur karlmaður? Hvernig er þetta með ykkur hin? Komið nú með þroskuð og málefnaleg svör fyrir mig.. ekki “njóttu þess bara að geta sofið hjá hverri sem er” eða eitthvað í þeim dúr :)