Það að velja og hafna er stundum svo erfitt, því það greinir svo lítið á milli rétts og rangs…
Hvernig vitum við hvað er það rétta sem við gerum? Eða það ranga? Við getum það ekki, til þess höfum við dómgreind, til að reyna að velja það besta hverju sinni.
Stundum er sagt að við vitum ekki hvað við áttum fyrr en við missum það, og oft á það svo sannarlega við.
Að vera með einhverjum, að verja tíma með manneskju sem þið elskið, að misnota yndislean tíma með manneskjunni, sem gæti verið svo dásamlegur í staðinn, að fara illa með hana, að sjá það ekki sem raunverulegt er… Að sleppa henni af því að maður heldur a grasið sé grænna hinum megin…
Að hafa haft tækifæri til að tjá manneskju að þið elskið hana eftir mörg ár, eftir mörg tár, og margar einmanna erfiðar nætur, tilfinningar sem að þið eruð búin að bæla niður og haldið að þið séuð komin yfir, en svo bara við það að sjá manneskjuna, þá blossar allt upp, og hvað þá að fá að halda utan um manneskjuna í núinu, og fá að tjá henni allar tilfinningar þínar, eftir öll þessi ár, fá tækifæri á að biðjast afsökunar, að segja hvað hún skipti þig miklu máli, en að þurfa að sjá á eftir henni í hendurnar á annari manneskju, að vera þessi manneskja sem má ekki láta í sér heyra af því að hún er dulda manneskjan…. að vera allt í einu manneskja númer tvö…
Að þurfa að segja manneskjunni að fylgja hjartanu sínu, að gera það sem henni finnist rétt, að þurfa að bíða eftir hvort að þú eða hún sé það rétta….
Að komast að því að grasið er ekki grænna hinum megin…
Ég elska þennan mann, hann er fallegasti maður sem ég hef augum litið, það var ást við fyrstu sín fyrir mörgum árum síðan, og hann er enn sá
fallegasti maður sem ég hef augum litið í dag….
..Og það er önnur manneskja sem bíður hans heima…
Segið þeim sem þið elskið að þið elskið þá, ef þið eruð í vafa, hugsið ykkur hvernig líf ykkar yrði án þeirra, hugsið ykkur ef önnur stelpa væri í ykkar hlutverki að hugsa vel um þá…
Hvernig væri lífið í dag ef ég hefði ekki slept?
Hvernig væri lífið ef að við hefðum ekki kynnst fyrir nokkrum árum síðan, heldur í kvöld?
Eina sem ég veit, er að þetta er eini maðurinn sem ég hef raunverulega elskað, og elskað enn, og mun alltaf elska…
Því er bara að bíða og vona….
…að ég sé hjartað hans…
Að vita það að allar þessar tilfinningar voru og eru til staðar af beggja hálfu…
Ég er bara eins og ég er af því að ég er ég! :)