Málið er það að ég er nýhætt með strák eftir eins árs samband ! Við byrjuðum saman byrjun ársins 2006 og ég hélt að ég væri búin að næla mér í hinn fullkomna kærasta ! Hann var yndislegur, gerði allt fyrir mig, hrósaði mér á hverjum einasta degi og við hittumst á hverju einasta kvöldi og gerðum mikið af skemmtilegum hlutum saman og ef við vorum ekki saman þá vorum við talandi saman í símann !

Allt gékk eins og í sögu fyrstu 6 mánuðina en e-ð fór úrskeiðis þegar hann hringdi ekki í mig á 7 mánaða-afmælinu okkar. Hvað var að ?
Ég hringdi í hann og hann svaraði ekki. Þetta hafði aldrei gerst fyrir mig og ég hafði miklar áhyggjur.

Seinustu 6 mánuðina í sambandinu okkar er búið að vera þeir erfiðustu sem ég hef gengið í gegnum í lífi mínu . Hann særði mig svo mikið að ég er enþá að jafna mig.

Málið er það að hann byrjaði aftur í neyslu, heavy mikilli neyslu og það var hans nýja kærasta. Honum var drullusama um mínar tilfinningar og byrjaði að ríghalda framhjá mér. Vinir hans sögðu mér allt en ég var einhvernveginn svo upptekin af þessari hugmynd um hvernig hann var, var að vonast til að ég fengi þann strák sem ég kynntist og var með fyrstu 7 mánuðina í sambandinu, en einhvernveginn var hann aldrei á leiðinni til mín .

Hann var orðinn allt annar strákur. Svaraði stundum ekki í símanum sínum í nokkra daga, stundum hitti hann mig ekki í 2 vikur, gleymdi afmælisdeginum mínum og var byrjaður að spurja mig hvort ég gæti lánað honum pening upp “ í föt . ” Og ég í minni þráhyggju og von lét undan og lánaði honum pening ( sem hann er btw ekki búinn að skulda mér til baka )

Við hættum saman núna nýlega þegar ég frétti það að ekki aðeins svaf hann hjá annari stelpu kvöldið sem hann beilaði á mér heldur var hann líka að leika sér e-ð með FYRRVERANDI bestu vinkonu minni ( þegar við vorum saman og þegar við vorum bestu vinkonur )

Þá fékk ég nóg og sleit sambandinu !
Sagðist vilja vera vinir , þótt ég hafi nú engan áhuga á þekkja þennan strák. 2 dagar liðu og hann byrjaði með annari .

Hannn dirfist samt til þess að hringja í mig og biðja mig um að hitta sig. Ég sé svo eftir þessu að hafa ekki labbað í burtu þegar ég varð vör við einhverjar breytingar, heldur hélt ég áfram og lét brjóta mig niður andlega á hverjum einasta degi bara um þessa von um að kærastinn minn , þessi yndislegi kærasti sem ég kynntist, kæmi aftur.

Eitt ráð til ykkar, ef þið lendið í þessu, labbið í burtu ef þið verðuð fyrir einhverjum breytingum sem ykkur líst ekki vel á í sambandi. Það er ekki auðvelt að ganga í gegnum þetta og þið verðið öruglega lengi að jafna ykkur, allavega þar sem ég er sterk er ég enþá að jafna mig.

Fyrstu dagana eftir að við hættum saman var ég að hugsa til hans, hugsa til góðu tímanna okkar saman en svo áttaði ég mig á því að það er ekki hann sem ég sakna, heldur manneskjunnar sem ég hélt að hann væri .

Mér þykir vænt um þig karlinn minn þrátt fyrir það sem þú gerðir ,farðu varlega.

Rosastelpa