Sæl. Ég hef verið að velta þessum klassísku orðum, „Ég elska þig“, fyrir mér í nokkurn tíma.
Ég er þá að tala um ást á milli konu og karls, konu og konu eða karls og karls, sem eiga í ástarsambandi.
Ég er ekki að tala um það „að vera ástfanginn”, því ég a.m.k. lít á það sem tímabundið ástand manneskju sem er vitstola af þrá gagnvart annarri manneskju.
Það ástand að geta ekki borðað, sofið, lifað án hinnar manneskjunnar í nokkur augnablik. Það að þurfa lífsnauðsynlega á hinni manneskjunni að halda. Nánast þráhyggja og geðveiki. Þú getur ekki valið hverjum þú verður ástfanginn af, það bara gerist.
Það er aðeins dæmi um byrjunarreit sambands að mínu mati, því ekki get ég séð fyrir mér samband sem endist á þennan hátt lengi.
Það sem ég á við, í þessari grein, er sú ást sem heldur samböndum gangandi í gegnum áratugi og til lífsloka.
Þegar ég og kærastinn minn byrjuðum saman, þá vorum við bæði á þeirri skoðun, að við vissum hvorug hvað ást væri og vildum ekki segja neitt við hvort annað án þess að meina það, þ.e.a.s. að skilja meininguna á bakvið orðin og meina þau.
En núna í dag, þá höfum við gengið í gegnum ýmsa hluti saman og hef ég velt fyrir mér hvenær tími komi til þess, að ég og hann munum segja þessi þrjú djúpstæðu orð við hvort annað.
Ég er ekki á þeirri skoðun að eðlilegt sé að fleygja þessum orðum í hinn og þennan eins og ekkert sé, án þess að vita merkinguna á bakvið þau.
Tilgáta mín um merkinguna á bakvið orðin: „ég elska þig“ eru m.a.:
1) Mér þykir ólýsanlega vænt um þig.
2) Ég get ekki ímyndað mér líf mitt án þín.
3) Þú ert allt sem ég þarf.
4) Þú ert hinn helmingurinn af mér og þú fullkomnar mig.
Tilgangur þessarar greinar var sú að fá svör um það hvað ykkur finnst, út frá reynslu ykkar, að þessi orð þýða þegar þið segið þau, þó ég viti að mjög erfitt er að skilgreina „ást” með einni algildinni skilgreiningu.
Takk fyrir mig og ég vona að þið komið ykkar skoðunum á framfæri. :)