Dagurinn í dag er soldið spes, í dag eru 7 ár síðan ég og minn kall byrjuðum opinberlega saman.
Við vorum búin að vera að dúlla okkur saman og svo flutti ég frá foreldrum mínum og hann var hjá mér fyrstu vikunna sem ég var að leigja lítið herbergi. Þegar vikan var liðin þá töluðum við fyrst um það að byrja saman og láta reyna á alvöru samband, fyrst við vorum eiginlega búin að búa í viku. Og það var 21.mars 2000.
Já ég er búin að fara í gegnum mikið með mínum manni síðan við byrjuðum að búa aðeins 18 ára gömul. Ber þar helst að nefna minn strippferil, sameiginlega neyslu, meðferð og slatta af útlanda ferðum.
Við vorum nógu sniðug til að tala um barneignir snemma og ákváðum það saman að það ætti ekki samleið strax með þeim lífsstíl sem við kusum okkur. En seinna meir fengum við okkur 2 ketti sem eru nú eiginlega börnin okkar þangaðtil við erum sátt við okkar stöðu í lífinu og teljum okkur geta átt börn.
Við erum með mjög ákveðnar hugmyndir um fjölskyldu og brúðkaup, en þegar við byrjuðum saman tjáði hann mér það að hann hefði ekki áhuga á giftingu, taldi það setja óþarfa pressu á sambönd. En tímarnir breytast og mannfólkið með.
Honum snérist hugur og seinna meir ákváðum að við viljum gifta okkur þá var það líka ákveðið að við mundum ekki setja upp hringa fyrr en við vitum að við munum giftast innan árs.
En í des. s.l. þá vorum við stödd í Amsterdam og ákváðum að fá okkur eins tattú og köllum það óopinberu hringana okkar (og er það myndin sem fylgir með).
Ég verð að segja, þar sem þessi tattú eru á milli herðarblaðanna, það gefur mér eitthvað spes að vakna á morgnanna og sjá tattúið hans og vita að ég er með eins. Við segjum að við séum með sama hjartað, og er þettað örlítið táknrænt fyrir það :oþ
En já, Ég var nógu heppin að finna minn besta vin, elskuhuga og klett í lífinu þettað ung og hef ég haldið í hann jafn fast og hann hefur haldið í mig. Við erum jafn ólík og við erum lík og gerum upp fyrir galla hvors annars. Hann er mín tenging við jörðina einsog ég gef honum kost á því að fljóta í skýjunum með mér.
En við höfum líka lagt mikla vinnu í þettað samband. Sambönd ganga ekki nema að báðir aðilar vinna fyrir því. Stundum horfum við til baka og hristum haus og skiljum ekki alveg hvernig 7 ár hafa liðið og hvað við höfum fullorðnast mikið á þessum tíma saman, án þess að hafa breyst mikið.
Og á þessum degi luma ég nú á einverjum visku orðum um sambönd.
Ást Traust og Virðing eru orð sem við heyrum oft talað um að hið fullkomna samband innihaldi og það er sko engin lygi. En það er bara meira en að segja það.
Ímyndið ykkur það traust sem hann lagði í mínar hendur meðan ég var að vinna sem strippari í 2 og 1/2 ár…
Það er hreinlega ekki á færi hvers sem er. En hann virti mig og mínar skoðanir nógu mikið til að treysa mér í þeim heimi vegna þess að okkar ást er það sterk. En nú er ég ekki að mæla með að fólk líti á stripp feril sem prófraun til trausts, bara einfaldlega að nefna það sem dæmi úr mínu lífi.
Og einfalt lítið ráð til að gera útum allan ágreining sem annars yrði ekki leystur. Þegar við nennum ekki útí sjoppu eða gera smáhluti og erum óhaggandi, þá köstum við pening og málið leyst.
Ég vona innilega að ykkar líf verði jafn fullt af ást og mitt hefur verið hingað til og að sú gæfa sem virðist hafa elt okkur, elti ykkur líka.
En nú verð ég að fara að segja manninum mínu, ástinni minni hve heitt hann er elskaður, hver djúp mín virðing í hans garð er og hve ótakmarkað mitt traust til hans er. Að hann er besti vinur minn, hinn helmingurinn af mér og svo sannarlega minn sálufélagi í genum lífið.
Með mikilli ást
Sleepless