“Bíddu, ég hélt við værum að fara að byrja saman?”

Þessi setning hefur stundum að mér finnst stokkið upp í kollinn á mér of oft. Oftast þá hugsa ég “Ha ha, hún notaði mig!!” En einstaka sinnu hugsa ég “Helv..”

Þið eruð örugglega fleiri þarna úti sem líður oft eins og ég. Það skiptist á, eins og á Mán, Mið, Föstudögum þá langar mig til þess að vera í sambandi en hina dagana ekki. Nú hef ég verið í nokkrum samböndum yfir ævina, mislöngum að sjálfsögðu en ég á eftir að uppgötva þessa sönnu ást sem allir tala um. Stundum held ég að fólk sé að ljúga, stundum minnir þetta á lélegt viðlag úr George Michael lagi. En fólk talar um það maður geti ekkert haldið að maður sé ástfanginn, maður bara VEIT ÞAÐ!!

Ástæðan fyrir því að mig langar til þess að komast í samband hefur ekkert með kynlíf að gera, hún er sú að stundum langar manni bara til þess að liggja með einhverjum, halda utan um þá manneskju og horfa á vídeo!! (Eru vínkonur kannski til þess? :) ) Kynlíf er ekki vandamál, one nighters eru einfaldlega svo tíð á Íslandi ef maður er að leita að því að “tappa af” og svo getur maður líka verið með “sex-buddy” í svoleiðis grín. En er þá ekki rangt af mér að byrja með stelpu sem ég er lítið hrifinn af til þess að vona að hún sé sú “eina rétta” til þess eingöngu að hætta með henni og láta einhvern segja við sig að það séu fleiri fiskar í sjónum?

Þannig að nú spyr ég: Hvernig “Veit” maður að maður sé ástfanginn og á maður að taka sénsinn og byrja með stelpu þegar þessi “fiskur” gæti verið þarna úti að leita að manni??

Kveðja með brosi,
Gucci