Hæ allir, aftur.
Ég held að það sé komin niðurstaða í málið.
Hann hringdi í gær og ég sagði við hann eftir að við höfðum talað saman í smástund að ég ætlaði að leggja á núna og hann yrði að gera mér og sér greiða.
Ég bað hann að hringja í stelpuna sem hann var trúlofaður og segja henni að hann elskaði hana og vildi að þau ynnu úr sínum málum. Það var nú einhver ástæða fyrir því að hann trúlofaðist henni og hann skildi sko ekki gefast upp svona auðveldlega á sambandinu, hann myndi bara sjá eftir því.
Þetta var alls ekki auðvelt, sérstaklega þar sem hann spurði alltaf ertu viss, ertu viss um að þú viljir það. Ég var alveg við það að fara að gráta en ég vissi að ég yrði að hljóma sannfærandi svo ég gat ekki leyft mér að hleypa tárunum niður.
Að lokum sagði hann að hann gæti ekki lofað að gera mér þennan greiða. Ég held mér hafi tekist að sannfæra hann. Ég bað hann líka að auðvelda mér þetta og hætta algjörlega að hafa samband við mig því þegar hann hringir finnst mér dýrlegt að heyra í honum og tala við hann og ég er á toppi tilverunnar, en þegar hann hringir ekki er ég alltaf að hugsa um hvort hann sé með henni.
Eftir að ég talaði við hann þá grét ég úr mér augun og hjartað og allt sem því fylgir í næstum 3 klukkutíma, ég fékk höfuðverk og ældi í alla nótt og svaf ekkert.
Ég er sannfærð um að ég hafi gert rétt, þó mér líði mjög illa yfir þessu, en kannski er það bara enn ein lygin að sjálfri mér, hver veit (mér virðist takast svo vel til með það). Hefði ég sagt honum að velja mig frekar hefði ég ekki verið neitt betri en “vinkona” mín sem varð til þess að ég og hann hættum saman. Þá væri ég þessi manneskja sem engin vildi eiga fyrir vinkonu.
Þó mér líði ekki vel yfir þessu nema af því leiti að ég gerði breytti rétt (lifi allavega í þeirri trú) þá held ég að mér eigi eftir að líða miklu betur þegar ég kemst yfir þetta, þá sé ég (vonandi) hvað ég er “góð” manneskja.
Svona er lífið
Kveðja Queeny :´(