Já, er það venjulegt að vera búin að vera hrifin af strák í tæpt ár, jafnvel þó að maður viti vel að ekkert muni ganga, og líka að hann sé með stelpu?!
Sko, þannig er það að ég bý út á landi. Ég flutti hingað fyrir rúmu ári, til fósturforeldra, því að ástandið á heima hjá pabba mínum er nú ekki sem best, og mamma mín er dáin. Konan á heimilinu á, eins og svo margir, bróður, og þessi bróðir hennar á son. Og það vill svo til að þessi strákur er allt sem ég hef óskað mér. Hann er hestamaður, spilar á gítar, hefur gaman af samskonar tónlist og ég og finnst gaman að syngja. Auk þess er hann svo mikill karakter og mikill húmoristi að það er ekki annað hægt en að falla fyrir honum. Hann er alls ekki sætur. Á skalanum 1-10 fengi hann kannski svona 4, mest 5. Hann er stór og rauðhærður, en útgeislunin er svo mikil og persónuleikinn sömuleiðis að hann er hreint og beint yndislegur. Auk þess náum við svo vel saman á allan hátt. Sami húmor og allt.
Anyways, þegar ég var búinn að vera hrifin af honum í um hálft ár, þá komst hann að því. Það var ekki ég sem sagði honum það, heldur fyrrverandi vinkona mín, sem einn daginn rölti sér heim til hans og sagði honum hversu óskaplega ég var hrifin af honum og hversu lengi ég væri búin að vera það. Svo daginn eftir kom þessi stelpa til mín og sagði mér alla sólarsöguna. Eftir að hún var búin að segja honum þetta þá hafði hann hugsað sig vel og lengi um og sagt svo hreinskilnislega að hann væri ekki hrifin af mér. Það væri alls ekki útlitið né persónuleikinn sem stæði í veginum, aðeins það að við erum svo tengd, þá á ég náttúrulega við þetta að hann er sonarbróðir fósturmömmu minnar. Já, hann sagði að það væri það eina sem stæði í veginum. Ég brotnaði náttúrulega alveg niður þegar ég heyrði þetta og var alveg sannfærð um að það væri útlitið sem væri málið. Eftir þetta fóru bæði hann og ég að forðast hvort annað. Bæði var það útaf því að hann hefur eflaust verið hræddur um að særa mig og líka það að ég var skíthrædd við hann. Þorði ekki að mæta augnaráði hans og þetta.
Þessi strákur er mjög vinsæll, og mikið gefinn fyrir að skemmta sér. Svo, eitt kvöldið núna í sumar var haldin svona útiskemmtun í sveitinni. Hann var bókstaflega á rassgatinu, og það er þannig með hann að þegar hann er á rassgatinu þá getur hann ekkert ráðið því hvað hann segir eða gerir, og ekki nóg með það, hann man aldrei neitt sem hann segir eða gerir dagin eftir mögnuð fyllerí. Svo kom hann til mín á þessu balli, og sagði mér að hann væri jú virkilega hrifin af mér, en samband myndi aldrei ganga upp. Ég náttúrulega brjálaðist og stökk upp um hann og kyssti hann og allt það(ég var aðeins í því, en ekki það mikið að ég vissi ekki hvað um væri að vera. Hann tók vel á móti, og á faðmlögum hans mátti vel merkja að hann væri hrifin af mér. Svo fór hann að gráta! pælið í því! Hann grét og bað mig afsökunar á hversu mikið hann hafði sært mig og þess háttar. Hann sagði að ástæðan fyrir því að hann hefði ekki sagt neitt væri ekki bara þessi tengileiki, heldur líka það að hann væri það hrifin af mér að hann væri hræddur um að særa mig. Hann væri þannig að hann gæti aldrei verið lengi með stelpum, og að hann kynni ekki að höndla stelpur og særði þær oft(sem er alveg satt) Við vorum mikið saman um kvöldið, en sváfum ekki saman, því hann var jú orðin það fullur að hann var nærri því að drepast.
Svo, daginn eftir gerðist það sem ég hafði óttast…

Hann mundi ekki eftir neinu sem gerst hafði!!

Hvað á ég að segja við hann eiginlega!!? Ég veit ekki einusinni hvort hann hafi verið að ljúga eða ekki, en það virtist allavega ekki vera svo. Svo eru margir sem segja að menn segi oftast sannleikan þegar þeir eru fullir.

Nú eru liðnir nokkrir mánuðir síðan þessi útihátið var, og hann er byrjaður með stelpu. Ég heyrði fyrir tilviljun þegar sameignlegur vinur okkar og hann voru að tala saman um þessa stelpu. Vinur hans spurði:
- Ertu eitthvað hrifin af X?
Og svarið var:
- Neeee, hver segir að þetta sé ekki bara dráttur!

Sko, mig vantar alveg sárlega að vita ykkar álit á þessu??

k.v