Ný byrjun; Nýtt upphaf. Ég hleyp út, eins langt í burtu frá þér og ég get. Langar ekki að sjá þig aftur, aldrei! Orðin hljóma endalaust í hausnum á mér aftur og aftur, ,,Það er önnur stelpa, ég elska þig ekki lengur”. Hvað hafði ég gert þér? Ég gaf þér allt sem ég átti, síðustu 15 mánuðir hafa verið þeir bestu í lífi mínu.

Þú fylltir hjartað mitt af ást, ég trúði ekki að það væri hægt að elska einhvern svona mikið, en það var bara blekking, því þú brautst litla hjartað sem elskaði þig svo heitt í þúsund mola þegar þú sagðir að þú værir búinn að halda framhjá mér í mánuð. Ég hata þig! Afhverju þurfti ég að falla fyrir þér? Afhverju á ég þetta skilið? Tárin streyma niður, mér finnst eins og þetta eigi aldrei eftir að hætta.

Ég hleyp hratt í átt að eina staðnum sem ég get verið óhullt á, litlum kletti rétt fyrir utan bæinn. Rigningin samblandast tárunum sem halda stanslaust áfram að leka niður. Ég sest niður, loksins, er uppgefin. Hér finn ég alltaf frið og mér líður vel, en ekki í þetta skiptið, þú særðir mig of mikið. Hvernig getur maður elskað einhverja manneskju svona heitt, sem hefur farið með mann eins og gólftusku?

Ég lít niður, það er langt niður. Myndi einhver taka eftir því ef ég stykki? Myndi einhver koma? Ég sit hreyfingarlaus, finnst eins og ég sé búin að sitja hérna í marga klukkutíma, er orðin holdvot en ákveð loksins að ég gleymi honum. Þetta verður ný byrjun; nýtt upphaf. Ég stíg upp og ætla heim, en rigningin hefur gert klöppina svellhála, mér skrikar fótur og ég fell niður.

Ég næ að anda en ég finn ekki fyrir líkamanum. Mig vantar hjálp. Ég vil ekki deyja, ekki svona, ekki núna. Ég nota seinustu kraftana til að kalla grátandi á þig.
En þú komst aldrei. Það kom enginn.
Ég elskaði þig allveg til endalokanna.


- Valdís <3