Var þetta mér að kenna að hún elskaði mig ekki lengur sem kærasta? Eftir allt sem við höfum gert eftir 8 mánaða samband? Ég fórnaði lífinu fyrir hana og sé ekki eftir því. Hún kenndi mér að njóta hvers andartaks í heila átta mánuði. Að hún vilji enda þetta með MSN spjalli en ekki face to face. Ég vona svo sannarlega að hún fái það á tilfinninguna að hún verði að hitta mig til að segja mér þetta. Hún verður að fá sér kjark í það fyrr en seinna.
Á bóndadag keyrði ég hana á flugvöllinn í Rvk þar sem hún var að fara til Akureyrar að passa litlu frænku sína. Systir hennar og mágur voru bæði upptekin af íþróttunum sem þau stunda. Eins og gefur að skilja þá var ég mikið í símanum, alltaf að hugsa um hana og tala við hana því ég saknaði hennar svo mikið.
Ég náði svo í hana útá völl á sunnudaginn og við fórum til mín að borða og svo til hennar. Hún sagði mér að hún hefði kynnst tveimur gaurum á netinu og addað þeim á msn. Ég varð mjög svekktur yfir þessu og seinna um kvöldið opnuðum við tilfinningar okkar uppá gátt, grétum saman og kysstumst og knúsuðum. Hún ítrekaði það samt við mig að hún og annar gaurinn sem er á sama aldri og hún væru bara vinir. Hún lofaði mér að henda hinum gaurnum út sem var mikið eldri en hún. Hún gerði það.
Sama kvöld hringdi þessi vinur hennar og eins og gefur að skilja komst ég í mikið uppnám og það kom fát á hinn gaurinn þegar hann vissi að ég væri hjá ástinni minni. Hann sagðist ætla að hringja aftur seinna. Kærastan mín lofaði mér því að hún myndi aldrei fara frá mér, hún elskaði ekkert meira í heiminum en mig og henni dytti ekki einusinni í hug að fara frá mér.
Svo varð hún veik frá sunnudegi og fram til dagsins í dag. Á þriðjudaginn kom ég til hennar eftir vinnur og við röbbuðum saman, tókum mynd á leigu og ég fór á McDonalds og keypti hamborgara fyrir okkur. Hún var voða þung á sér. Enda eins og gefur að skilja þá var hún veik og á blæðingum og ofan á allt annað með mígreni.
Daginn eftir sagðist hún vilja fara í annann skóla, sama skóla og „vinur“ hennar er í. Mér brá svolítið því ég hafði ekki heyrt hana tala um þennann skóla frá því við byrjuðum saman. Hún ítrekaði við mig að það væri ekki útaf hinum garunum. Hún var líka orðin hrædd um að hún gæti ekki verið í sambandi ef að hún færi. Ég sagðist ætla að koma til hennar strax eftir kvöldmatinn heima hjá mér og ég var kominn til hennar klukkan hálf átta.
Við áttum sérstakt samtal. Hún sagði mér að hún vildi ekki vera í sambandi lengur, henni liði ekki lengur vel. Fann ekki fyrir neistanum né fékk hnút í magann þegar ég væri að koma. Ólíkt mér sem hafði ekki liðið jafn vel og undanfarna átta mánuði. Við ákváðum að taka okkur pásu fram á laugardaginn næsta (sem er á morgun). Ég fór rakleiðis til frænku minnar og sagði henni allt að létta. Hún vildi svo sannarlega hjálpa mér/okkur og sagði að við yrðum að taka þessu rólega og fá vikufrí, ekki bara 3 daga.
Á MSN í gær vorum við að spjalla um þetta og hún sagðist vilja slíta sambandinu þar sem það væri kanski annar gaur í spilinu. Mér brá mjög mikið og leið mjög illa og það batnaði ekki þegar hún sagði mér að það væri MSN vinur hennar sem hún kynntist helginni áður. Hann væri að fara að koma í bæinn að keppa og þau ætluðu sér að hittast. Ég bað hana um að lofa mér því að ekkert myndi ske en hún gat það ekki.
Hún sýndi mér hliðar á sér sem ég hafði aldrei séð áður og vissi ekki að hún ætti til. Var allt þetta sem hún hafði sagt mér 3 dögum áður bara til einskins? Sjálfsblekking í bland við lygi? Hvað var um að vera.
Í gærkvöldi spurði ég hana á MSN þar sem hún svaraði ekki síma, hvort þetta væri allt búið á milli okkar. Ég fékk svarið „sennilega“. Eftir að hafa beðið hana um að svara spurningunni já eða nei fékk ég svarið „já“ eftir smá stund.
Í dag hringdi frænka mín í hana og sagði henni að ef hún vildi tala við einhvern væri hún til í það, en hún yrði að hafa samband við mig og segja mér þetta face to face. Hún hefur ekki enn hringt.
Ég er virkilega sár og er búinn að liggja grátandi í allann dag, svaf ekkert í fyrri nótt. Sofnaði klukkan 7 um morgunin og vaknaði klukkan 11. Hvað er að? Er þetta mér að kenna?
Ég er virkilega sár yfir að hafa ekki fengið neina sérstaka skýringu á þessum sambandsslitum og ég er virkilega sár út í „vin“ hennar sem sagði sjálfur að hann óskaði engum svona sambandsslitum þar sem hann þekkti það vel, því kærasta hans til tveggja ára hélt framhjá honum tvisvar og samt sem áður sá hann ekki sólina fyrir henni. Ótrúlegt að hann skuli láta aðra manneskju ganga í gegnum það sama og hann. Eigingirni að mörgu leyti.
En í dag er ég búinn að vera velta fyrir mér góða tímanum og skoða ástarbréf sem kærasta mín gaf mér í sumar og kort sem hún gerði fyrir mig á 5 mánað sambandsafmæli okkar. Þau hljóma svona orðrétt.
Ástarbréfið:
„Ég veit ekki hvar ég á að byrja þetta en þegar ég kynntist þér fyrst þá var ég í vafa um þig. Mér fannst þú ekki nóg. Svo kynntist ég þér með tímanum og þú varst alltaf æðislegari og æðislegari. Ég byrjaði að hugsa með mér; er þetta sá sem ég mun eyða ævinni með? Við eigum allt sameiginlegt. Þú komst með gleði inní hjartað mitt. Ég fann fyrir þeirri umhyggju og hlýju sem ég hafði lengi leitað. Við eyddum miklum tíma saman og þú gafst þér tíma í mig.
Eftir stuttan tíma sagðist þú elska mig. Ég átti erfitt með að trúa þér en ég sagði það á móti því ég vissi að ég elskaði þig. Vinkonur mínar sögðu að þetta væri rugl og allt of fljótt að ana út í þetta samband. Ég vissi að mig langaði til að vera með þér svo ég sló til. Ég fann hvað mér þætti vænt um þig og ég vissi að ég myndi ekki afbera það að missa þig. Þú ert svo góður við mig að stundum finnst mér að ég eigi þig ekki skilið. Þú sérð allt það góða og fallega í mér, þú lætur mér líða eins og það sé ekki til nein önnur stelpa.
Þegar ég hitti fjölskyldu þína fanns mér ég passa alveg inní hana. Þú átt þinn sess í minni fjölskyldu líka. Undanfarið er ég búin að vera algjör tík við þig og þú átt það ekki skilið. Mér finnst það voða leiðinlegt hvernig ég læt. Ég er að hrinda þér frá mér útaf því ég vil ekki verða særð. Það hefur komið of oft fyrir mig, en ég sé það núna að ég þarf ekki að hafa áhyggjur, okkur var ætlað að vera saman.
Þegar ég sagði þér frá vandamálunum í fjölskyldunni þá sá ég það í augum þínum að þú trúðir mér ekki alveg. Þú hélst að pabbi væri svona almennilegur. En svo trúðir þú mér og lofaðir að verða alltaf mér við hlið ef e-ð kæmi upp. Mér hlýnaði um hjarta að heyra þetta og mér varð ljóst hvað þér þætti vænt um mig. Við eigum okkar góðu tíma og vondu en þeir góðu eru fleiri og vonandi verður það þannig alltaf 
Með ástarkveðju, Birna.
P.S ég elska þig og mér þykir afar vænt um þig.“
Ég lýg því ekki að ég felldi tár þegar ég las þetta fyrst og geri það enn. Það hefur enginn skrifað neitt svona til mín áður og ég var mjög ánægður að fá 4 blaðsíðna ástarbréf.
Eftir fimm mánuði upp á dag læddi hún svo litlu korti í vasa minn þegar ég var að fara frá henni um kvöldið sem ég fann svo þegar ég kom heim. Það hljóðar svona:
„Ég sé svo eftir orðunum sem ég sagði við þig, en ég sé samt eftir öllum skiptunum sem ég særði þig. Mig langar að segja þér að ég sjái eftir öllu saman, en ég finn aldrei orð við hæfi, ég finn aldrei orð yfir hugsanir mínar.
Það fá engin orð því lýst hvað ég elska þig mikið OOXX
Til hamingju með 5 mánaðar afmælið,
Þín heitt elskaða,
Birna.“
Aftur varð ég orðlaus að fá svona bréf frá henni. Mér fannst svo vænt um það og öll skiptin sem hún kom að mér og faðmaði mig og knúsaði, kyssti á hálsin og sagðist elska mig. Nú fæ ég aldrei að heyra það aftur frá henni. Afhverju getur ekki allt orðið eins og það var? Afhverju þurfti hún að tala við annann strák til að hjálpa honum? Afhverju gerir hún þetta? Skilur mig eftir í þunglyndi og ástarsorg sem ég sé engann endi á strax.
Ég get ekki verið henni reiður því ég elska hana enn. Ég er svo sár út í hana því hún getur ekki einu sinni talað við mig á msn né hringt í mig. Hún svarar ekki símanum.
Kanski var þetta útaf einhverju sem ég sagði, hvernig ég lít út, eitthvað sem ég gerði. Kanski var ég bara ekki nóg fyrir hana.
Er hægt að hætta að elska einhvern bara svona upp úr þuru?