Í gær fór ég að hitta vinkonu mína og við fengum okkur í glas og vorum að spjalla síðan hringdi hún í vinkonu sína sem ég er búinn að vera að spá í síðan í Mars og við fórum að hitta hana,
þá skeði þetta.
Ég fann fiðrildi í maganum varð óstyrkur í löppunum og ekkert smá stressaður, mér hefur ekki liðið svona síðan ég var á fyrstu kærustunni minni. Við djömmuðum meira og enduðum á því að fara öll heim til mín.
Við spjölluðum þar heillengi síðan sofnar vinkona mín en ég held áfram að spjalla við þessa stelpu og kemst að því að hún á rosalega bágt með sig, hún grét meira að segja smá ég sá eitt lítið tár renna niður kinnina á henni þannig að ég knúsaði hana og kyssti hana á kollinn síðan fór hún heim einhvern tíma snemma í morgun og vinkona mín stuttu síðar.
Málið er það að ég er orðinn gífurlega yfir mig ástfanginn af þessari guðdómlegu stelpu og vinkona mín segir að þessi stelpa kunni allavega vel við mig og ég er búinn að segja þessari stelpu mínar tilfinningar til hennar en ég er skíthræddur um að fæla hana í burtu.
Þegar ég sat og var að tala við hana þá fannst mér að þarna væri komin týndi helmingurinn af mér sem ég er búinn að vera að leita að.
Mig langar svo í þessa stelpu að það er sárt, hvernig reynir maður við gyðju sem á skilið að fá góðan strák(MIG)og að fá skírt heilt sólkerfi í höfuðið á sér?
“You might move in herds, I hunt alone”!