Það voru ekki nema þrír mánuðir síðan að hún hefði verið á þessum sama stað með honum, honum sem að hún elskaði af öllu því afli sem að litla hjartað hennar hafði yfir að ráða.
Þegar að mynd hans brá fyrir í huga hennar brustu öll þau bönd sem að höfðu haldið sorginni í skefjum og hún féll niður og leifði sorginni að yfirtaka sig. henni varð hugsað til þess þegar að þau hittust fyrst fyrir 18 árum þegar að hann kom inn í búðina þar sem að hún vann, svo hávaxinn, dökkhærður, fallegur hún vissi að hún myndi alldrei gleyma þessari mynd né tilfinningunni sem að hún fann fyrir þegar að hann leit í augu hennar, dýpra en nokkur hafði litið inn í þau áður.
Það höfðu aðeins liðið 6 mánuðir þangað til að hún gekk við hlið hans frá altarinu fullviss þess að hún fengi að eyða ævinni með manninum sem að hún elskaði svo heitt, það var óumræðanlega erfitt að hugsa til þess að þau hefðu aðeins fengið 18 ár saman, 18 stutt ár sem að runnu hjá eins og tárin úr augum hennar.
Hún hafði alldrei lifað eins erfiða stund eins og þegar að hún fékk símtalið, símtalið þar sem að henni var sagt að flugvélin hefði farist, flugvélin sem að hann sat í, hann sem að hafði lofað henni að vera kominn heim til hennar eins fljótt og hann gæti en nú myndi hún alldrei aftur sjá hann ganga inn heimkeyrsluna með svörtu töskuna í annari höndinni og rósavönd í hinni, alldrei aftur fá að taka á móti honum í dyrunum og alldrei fá að kyssa á mjúku varinrnar hans aftur.
Henni fannst sem að hjartað væri að springa, svo þung var sorgin svo fannst henni eins og eitthvað brysti innra með henni, hún leit upp og sá ljósgeisla ofan af himnum, henni fannst hún sjá hann koma nær, en það var ekki mögulegt, hannn var dáinn en þegar að hann kom nær sá hún að þetta var hann, hann var kominn til hennar, komnn til hennar til þess að sækja hana, hún reis upp og gekk til hans, hann tók í hönd hennar og þau gengu saman upp og skildu lífvana líkaman eftir á jörðinni þar sem að enn glitraði á einmana tár á köldum vanga.
Love is a game that two can play and both win by loosing their heart.. <3