æi ég veit það ekki, í mínum huga er trúlofun ekkert annað en tveir einstaklingar að lofa að verða hvort öðru trú, mér finnst þessi eins árs regla bara vera mat hvers og eins.
Ef að mig langar að trúlofa mig þá geri ég það bara, hvort sem ég ætla að gifta mig innan árs eða ekki.
En að sjálfsögðu finnst mér að þetta sé hlutur sem að fólk á ekki að gera í hverju einasta sambandi sem það fer í, örugglega ekkert spennandi að eiga marga gamla hringi oní skúffu.
Kallinn minn er farinn að tala um trúlofun og er æstur í að fara að setja upp hringa, þegar það gerist munum við trúlega fara saman og velja þá og að öllum líkindum munum við setja þá upp á gamlárskvöld með fjölskyldum okkar.
Ég hef verið trúlofuð einu sinni áður og því trúlega ekki alveg jafn æst í þetta og hann, í það skipti vorum við búin að vera saman í tvö ár og fórum að velja hringana saman, það samband endist í tæp 7.ár í viðbót og sem betur fer svona eftir á þá vorum við ekki búin að gifta okkur, þó að það hefði alltaf staðið til.
Mín skoðun er sú að fólk verði bara að ákveða sjálft hvaða merkingu það leggur í trúlofun og ræða það í sameiningu, það er svolítið vont ef að annar aðilinn sér frammá giftingu innan árs og hinn sé ekkert að spá í því.
Kv. EstHe