Hvers vegna láta konur bjóða sér það að karlarnir þeirra lemji þær? Þetta er eiginlega spurning spurninganna. Þó svo menn þeirra séu ágætir og allt það þá eru þeir það ekki þegar þeir lemja konur sínar. Mér finnst bara svoleiðis menn aumingjar. Ég sá eina um helgina sem var lamin svo rosalega að það var varla húðlitur í andlitinu á henni! Og þau ætla að reyna að laga þetta! Svona skil ég ekki. Ég get heldur ekki ímyndað mér að það eigi svona nokkuð skilið, nokkurn tímann. Af hverju er þetta látið viðgangast??? Ég get ekki séð að einhver sem elskar mann ætti að geta fengið sig til þess, drukkinn eða ekki, og svo beðist fyrirgefningar þegar bólgan byrjar að hjaðna! Þetta er bara til þess að karlarnir taki þessu sem sjálfsögðu. Ef einhver er búinn að gera þetta einu sinni þá gerir hann það bókað aftur, alveg bókað! Sama hvað hann segir og gerir. Þetta er bara staðreynd sem hefur sannað sig hvað eftir annað. Samt láta þær bjóða sér þetta. Þetta eru kannski ágætis kallar og konurnar elska þá og allt en ég get ekki séð neitt æðislegt við þetta og ekki heldur það að gefa einn sjens. Skuldbindingar eða ekki (sem fólk á saman) þá er þetta ekkert sem skuldbindingarnar ættu að dekka. Ég held að ég ætti ekki annað eftir ef ég tæki upp á því að lemja konuna mína (sem er engin í augnablikinu) sama þótt hún ætti það skilið og allt það.
Puzzled …!
Gromit