Þegar ég var yngri, 16 og var að upplifa fyrstu stóru ástina, varð til í mínum hugarheimi staður, afdrep, frá skarkala heimsins og þar sem ég gat verið bara einn með sjálfum mér. Þarna var yndislegt að vera. Ég sá fyrir mér stað þar sem ég bjó. Þarna var, stór kastali sem ég bjó í og risa engi umhverfis með mittisháu grasi. Á þessum tíma var ég að ganga í gegnum dauðsfall í fjölskyldunni, fikt við eiturlyf og margt fleira sem ég bara réð ekki við. Þá var fullkomið að flýja þangað því þarna gat ég bara hlaupið um í grasinu og verið frjáls. Það var þægilegt að hafa svona afdrep til þess að róa hugann. Svo varð ég ástfanginn. Þetta var alveg yndisleg stelpa; sæt, skemmtileg, vinsæl og var ein sú eftirsóttasta á svæðinu fyrir stórann aldurshóp. Ég, eins og alltaf varð ástfanginn af ástinni og öllum tilfinningunum og gerði þau reginmistök að bjóða henni inn. Fyrst var það allt í lagi og við nutum okkar þarna frjáls en þegar ég hugsa til baka þá skil ég ekki afhverju ég sá ekki trouble in paradise. Það var svosem allt í lagi hjá okkur en samt byrjaði að þykkja upp. Smám saman fór að verða skýjað og áður en ég vissi af, var allt orðið svart, grasið dautt og kastalinn hruninn. Og allt gerðist þetta á meðan við vorum saman. Sambandið varð ekki langlíft og hún sleit þessu á að mér fannst heldur óhugnalegan hátt. Hey, allt tekur enda, og smám saman gleymdi ég þessu bara þangað til um daginn þegar ég uppgötvaði að staðurinn var ekki farinn. Hann var bara að byggjast upp í rólegheitum. Ég fór þangað um daginn og þarna er jafnvel ennþá betra að vera en var. Þannig að ég ákvað að skíra staðinn Vændum! Nú í dag er ást og rómantík í Vændum og það er alltaf gott veður í Vændum. Og það sem meira er, er það að þarna er þúsund sinnum betra að vera en í Aðsigi. Því það er alltaf stormur í Aðsigi og yfirleitt bara ömurlegt veður! Vændum er og verður bara private staður fyrir mig og góðar hugsanir og ætla ég að halda honum þannig alltaf. Ég mæli eindregið með því að þið finnið ykkar Vændum og ræktið hann. Ég ætla að gera það og kannski rækta þar tré og plöntur (því í raunveruleikanum er ég ekki með mjög græna putta!) En svona í lokin langar mig til þess að segja ykkur að allt verður betra. Ég lofa. Ég finn líka að ég er orðinn pínu háður ykkur. Enn einu sinni þakka ég gott hljóð og vonast eftir góðu sambandi við ykkur í framtíðinni.
Ykkar einlægi
Gromit