Daður
Mig langar aðeins að tala um daður. Þannig er að ég er sjálf mikill daðrari og mér finnst daður vera mjög gott mál. Mér finnst það nauðsynlegt til þess að kridda tilveruna aðeins og svo er það bara svo skemmtilegt! Ég á mann, en samt daðra ég heilmikið og finnst það allt í lagi, einnig ef hann gerir það líka. Hins vegar hefur það farið fyrir brjóstið á mörgum og ég talin vera að ganga of langt! Auðvitað er hægt að ganga of langt í daðri, en mér finnst það samt vera nauðsynlegt í samskiptum við aðra, auðvitað kanski ekki alltaf, en stundum. Svo held ég líka að daður sé hreinlega holt fyrir alla, hvort sem fólk er í samböndum eða ekki. Hvað haldið þið?