Ég skrifa þetta vegna umræðu á korkinum. Mig langaði að koma þessu á framfæri sem svona víti til varnaðar fyrir aðrar ungar stelpur í framtíðinni.

Ég var sextán ára þegar ég féll fyrir svona eldri vitleysingi. Ætli hann hafi ekki verið svona 6 árum eldri en ég eða svo. Mér fannst dáldið óþægilegt hversu mikið eldri hann var. En hann taldi mér trú um að hann elskaði mig og blablabla… Við töluðum saman heilu næturnar í síma og mér fannst ég hafa kynnst alveg yndislegasta strák í heimi. Síðar komst ég að því að allt sem hann hafði sagt mér hefði verið lygi. Hann var á kafi í dópi og ég hafi ENGA hugmynd um það. Hann hafði sagt mér að hann hefði verið eitthvað í dópi þegar hann sjálfur var sextán ára en það væri löngu liðið. Hann fékk mig líka til að vorkenna sér því hann hefði átt svo erfitt í æsku og báðir foreldrar hans m.a.s. alkar. Hann var samt algjör aumingi og hélt ekki í vinnu eða neitt. Mér datt aldrei í hug að það hefði verið út af eiturlyfjunum.

Þó mér hefði þótt það pínu skrítið hversu mikið eldri hann var, þá þótti mér það líka soldið spennandi. Þetta var náttla “bannað”, sem gerði það auðvitað rosalega spennandi, enda ég á hápunkti mótþróaskeiðsins og leyndi sambandinu fyrir foreldrum mínum.

Hann fékk mig til að sofa hjá sér og gera hluti sem mér þóttu óþægilegir í kynlífi. Góða hliðin á því að ég lærði heilmargt á því, en sú slæma var að ég missti gjörsamlega allt álit á sjálfri mér og hætti að bera virðingu fyrir mér. Hann ýtti á mig að prófa alveg ótrúlega margt, því sjálfur var hann reynslumikill og nýjungagjarn. Ég lét undan, því ég vildi gera honum til hæfis og skammaðist mín líka hálfpartinn fyrir að þora ekki og segja nei. Hann notaði mig sem eins konar kynlífstilraunadýr. Eitt skiptið endaði það á því að hann nauðgaði mér, en mér var alveg sama, bara blokkaði það og lét sem það hefði bara verið lélegur dráttur. En þegar ég fór á fyllerí þá hrundi veggurinn og ég brast í grát fyrir framan vinkonur mínar. Þegar ég var edrú hafði ég glervegginn.

Þegar tíminn leið varð ég þunglyndari og þunglyndari og fór líka að drekka meira. Ég er ekki djammaratýpan, samt drakk ég næstum hverja einustu helgi, bara af því að ég var með honum. Þetta endaði með því að amma mín kom að okkur á meðan foreldrar mínir voru í útlöndum. Ég hafði ekkert svarað í símann og allir ættingjarnir að leita að mér, enda ég ung og átti helst ekki að vera ein heima án þess að fylgst væri með mér. Þá strauk ég að heiman og faldi mig heima hjá honum. Á endanum fundu ættingjar mínir mig og fóru með mig heim til frænku minnar, þar sem ég brast í grát og sagði henni frá öllu. Ég endaði hjá geðlækni sem greindi mig þunglynda og setti mig á lyf.

En ekki nóg með allt þetta. Á meðan við vorum saman var hann slefandi upp í aðra hverja stelpu niðri í bæ hvenær sem ég var ekki með honum og ríðandi til og frá. Og ekki bara um helgar heldur líka á virkum dögum. Svo byrjaði hann með annarri stelpu á meðan hann var með mér, s.s. hann var á föstu með tveimur stelpum í einu. En hann var svo vitlaus, því að við þekktumst, nema bara við töluðum ógurlega sjaldan saman, svo að við komumst að þessu eftir nokkrar vikur þegar hún sagði mér frá því í sms að þau væru nýhætt saman. Þá áttaði ég mig loks á því hversu mikill hálfviti hann væri. Ég grét í margar klukkustundir eins og hjartað í mér væri að rifna. En ég gat látið hann lönd og leið, því nú gat ég talað við fjölskyldu mína og lækninn.

En þetta er ekki búið enn. Viðhorf mitt til sjálfrar mín breyttist og mér þótti og þykir enn mjög erfitt að bera virðingu fyrir sjálfri mér. Og ef að ég geri það ekki þá gerir það heldur enginn annar. Ég hef lent í röð ömurlegra sambanda eftir þetta þar sem virðingarskortur var oft aðalvandamálið. En ég vona sjálf að ég læri ALVEG af þessu og komi mér út úr þessum vítahring sem skapaðist í kringum þessa atburðarrás.


…Þess vegna segi ég við ykkur stelpur, PASSIÐ YKKUR! Það er ekki allt sem sýnist. Þessir strákar eru margir hverjir góðir, en það eru líka margir strákar sem eru BARA að nota ykkur og er alveg sama um ykkur sem persónu. Eflaust er mín saga dáldið “extreme” en ég vona samt að hún verði ykkur víti til varnaðar.

Bestu kveðjur,
Divaa