Það er synd að hann skuli vinna svona mikið en ég ætla ekki að gagnrýna hann þar sem ég þekki ekki aðstæður og einnig vegna þess að því miður þurfa margir að vinna mikið til að láta enda ná saman.
Það er hins vegar mikilvægt hvernig maður nýtir þann (litla) tíma sem maður þó hefur. Þú ættir að segja honum að þig langi að eyða meiri tíma með honum og stinga upp á því að hann taki sér reglulega frí sem þið mynduð nota fyrir ykkur tvö.
Mér líst vel á sumarbúsaðahugmyndina, ein helgi er ekki svo dýr. Endilega fáðu bústað með heitum potti. Það er fátt rómantískara en að sitja úti í heitum potti með gott vín og horfa á stjörnurnar. Það er líka ágætt að taka með nokkra geisladiska (og spilara)og leika e-a ljúfa tóna á meðan þið sitjið í pottinum. Svo getið þið keypt e-ð gott að borða og kokkað það saman og bara hangið á náttfötunum og haft það kósí eða farið í hressandi gönguferðir.
Ef hann vill ekki taka sér frí þá gætir þú prófað að tala við yfirmann hans og segja honum að þú sért með smá surprise handa kærastanum og hvort hann geti fengið frí einn dag. Honum finndist örugglega soldið rómó að þú myndir hafa svona mikið fyrir því að eiga tíma með honum, plús það að skipuleggja rómó sumarbústaðarferð. Ef hann yrði óánægður þá kann hann hreinlega ekki gott að meta.
Mundu að taka með myndavél, fyrir eldamennskuna, göngutúrana, prívatið (!) etc. og gefðu honum nokkrar myndir svo hann muni hvað það var gaman að taka sér frí og eyða því með þér!