Ást Já, hæ. Ég ákvað í leiðindum mínum að skella einni grein hérna inn á huga. Ekkert neitt merkilegri kannksi og ekkert sem kemur ykkur að notum í framtíðinni. Bara svona því mér leiðist.
Ég ætla að segja ykkur frá síðustu átta mánuðum hjá mér og einum strák, sem er í dag kærastinn minn.

Í mars, kom vinkona mín til mín og sagði mér frá því að hún hefði kynnst strák (segjum bara Beggi). Hún þekkti hann ekki neitt, en hafði samt samþykkt að hitta hann og gera e-ð með honum. Hann var á föstu en hann og kærastan hans voru víst að fara að hætta saman. Beggi sagði vinkonu minni að hann og kærastan væru hætt saman en það væri bara ekki orðið opinbert og þau væru ekki búin að tala um það þannig eða e-ð álíka. Allavega, þau hittust og kysstust. En vinkona mín var ekki alveg viss hvað henni finndist um það því hún þekkti strákinn ekki neitt.
Þau samt héldu áfram að hittast, segjandi bæði að þau væru bara að leika sér. Það yrði ekkert úr þessu. Loksins fékk ég að hitta þennan Begga sem vinkona mín var alltaf að hitta. Ég fór með stráknum sem ég var að dúlla mér með á tónleika til að hitta vinkonu mína. Hún kynnti mig fyrir Begga og mér leist ágætlega á hann, hann var svo hress og skemmtilegur. Daginn eftir og nokkra daga eftir það vorum við alltaf þrjú að hittast. Bara rúnta, legja spólu og hafa gaman. Ég fór að taka eftir því að Beggi sýndi mér alveg slatta áhuga, hann fór að hringja í mig á kvöldin og spjalla mikið við mig á msn.
Einn daginn vorum við öll þrjú að hanga saman heima hjá honum þegar vinkona mín þurfti að fara í gítartíma. Ég og hún ætluðum að fara bara í strædó, ég heim og hun í tíma, en ég náði síðan að plata Begga til að skutla okkur. Hann byrjaði á því að skutla vinkonu minni því hún var að verða of sein en á leiðinni með mig heim náði hann að plata mig til að koma með sér aðeins heim.
Fyrsti kossinn okkar varð það kvöld..

Ég þorði engan vegin að segja vinkonu minni frá þessu, enda voru hún og Beggi búin að vera að kyssast og svona. Hún samt var búin að segja mér að hún væri ekki hrifin af honum, en það var samt engin afsökun fyrir að fara svona bakvið hana. Mér leið hræðilega, en á sama tíma mjög vel þar sem ég var orðin virkilega hrifin af honum. Að lokum sagði ég henni frá þessu. Náði að berja í mig kjark með besta vini mínum. hun brotnaði algjörlega saman þegar ég sagði henni frá þessu og mér leið enn verr fyrir að hafa látið vinkonu mína gráta. Næstu dagar fóru í drama. Ég og Beggi að skiptast á að hitta vinkonu mína og hittast svo sjálf þess á milli.
Vinkona min bað mig að velja á milli þeirra tveggja og svaka svaka allt. Ég og Beggi vorum bæði með hræðilegt samviskubit.
Þetta fór samt vel. Hún sætti sig við þetta og við pössuðum okkur að tala ekki neitt um hvort annað í kringum hana. Við gátum samt ekki hisst lengur þrjú. Það var of skrýtið

Ég og Beggi héldum áfram að hittast mikið. Hann var að fara að fara til útlanda í slatta tíma svo við reyndum að nýta tímann sem mest saman. Kvöldið áður en hann fór ákváðum við svo að byrja saman:) Ég var ekkert smá glöð! Enda var ég orðin algjörlega fallin fyrir honum. Um nóttina fór hann svo út. Hann hringdi alveg nokkrum sinnum á meðan hann var úti en það varði alltaf rosalega stutt því hann var útí rassgati og mínútan kostaði svona 200-300 kall og hann var að eyða pening pabba síns.

Þegar hann kom heim gátum við loksins byrjað að vera kærustupar. Það gekk alveg frábærlega! Alveg ógeðslega vel. Ég hafði aldrei verið í svona sambandi áður. Við hittumst á hverjum einasta degi. Ég kynntist fjölskyldunni hans. Ég fór í kaffi til ömmu hans og afa og við töluðum mikið um framtíðina. Um hvað við ætluðum að gera mikið um sumarið o.s.frv. Við meira að segja plönuðum ferð með mömmu hans og pabba og e-ð. Ég fékk meira að segja að gista hjá honum. Fyrsta skiptið sem foreldrar mínir leyfa mér að gista með kærastanum mínum.
Í samræmduprófunum var ég bara hjá honum. Hann hjálpaði mér algjörlega með allan lærdóminn fyrir stærðfr. og svo fór ég með honum og fjölskyldunni hans uppí sumarbustað og lærði fyrir samfélagsfræði þar. Allt var frábært.
Svo einn dag fór ég að taka eftir því að hann sýndi mér ekki lengur eins mikinn áhuga, hann var hættur að hringja í mig uppúr þurru. Hann var hættur að sækjast eftir þvi að hitta mig og hættur að nenna að svara mér. Það var eins og honum leiddist þegar ég talaði við hann og hann var farinn að eyða mikið meiri tíma með fyrrverandi kærustunni sem hann hafði verið að hætta með þegar ég kynntist honum fyrst.

Þegar við vorum ekki búin að hittast í langan tíma fékk ég hann til að hitta mig. Ég kom heim til hans og hann var bara í tölvunni. Ok fyrir mér svosem, hann var oft í tölvunni á meðan ég var þarna. En í þetta skiptið var hann ekkert að tala við mig. Hann leit ekki einu sinni á mig. Pabbi hans kom e-ð inn í herbergið og sagði e-ð við hann og Beggi byrjaði bar aað öskra á hann. Ég hafði aldrei séð hann reiðan áður, svo mér brá svolítið. Þegar pabbi hans var farinn þá lagðist Beggi bara uppí rúm og fór að sofa.. Ég stóð bara þarna eins og illa gerður hlutur. Að lokum lagðist ég niður hjá honum og fór eitthvað að reyna að kúra hann en ekkert gekk svo ég lá bara þarna við hliðina á honum með bakið í mig. Ekkert rosalega skemmtilegur klukkutími. Ég áttaði mig eiginlega á því hvað var í gangi og byrjaði að grenja.. Hann tók samt ekkert mikið eftir því. Ég held að hann hafi bara verið sofandi á meðan. Ég reyndi líka e-ð að biðja hann að halda utan um mig og hann sagði já, lagði síðan hendina letilega ofaná mig og var meter í burtu frá mér samt. Að lokum spurði hann mig hvort hann mætti ekki bara skutla mér heim. Ég sagði bara jú og klæddi mig í útiföt.
Á leiðinni heim sagði hann það loksins. Hann vildi ekki lengur vera með mér. Hann hafði enga ástæðu, sagðist ekki vita það sjálfur, hann væri bara á slæmum stað í lífinu og elskaði mig ennþá. Hann sagði að kannski yrði þetta bara smá pása, hann væri ekkert að fara að kyssa neina aðra stelpu eða neitt. Ég brotnaði niður. Þetta var ekki besta bílferð sem ég hef átt.
Daginn eftir var ég í vinnunni og fékk sms.. “Hringdu í mig þegar þu getur ást:(” Ég gerði það og hann bað mig um að hitta sig þegar ég væri búin í vinnunni. Hann kom svo og sótti mig og bauð mér í mat hjá sér. Á leiðinni til hans sagði hann mér hvað hann elskaði mig mikið og hvað hann sæji eftir öllu sem hann sagði daginn áður. Ég tók við honum aftur.

Ég gisti hjá honum þessa nótt og við töluðum um að fara bráðum saman til útlanda, en nei… tveimur dögum eftir það hætti hann aftur með mér og í þetta skiptið í bað hann mig ekki að hitta sig daginn eftir. Við hittumst ekkert í ágætan tíma eftir þetta. Þegar við samt loksins hittumst aftur þá kysstumst við. Það var besti koss sem ég hef á ævinni fengið. Það leið næstum yfir mig, því ég elskaði hann ennþá óendanlega mikið. Við heldum svo áfram að hittast. En hlutirnir gengu ekkert rosalega vel hjá okkur. Við rifumst slatta mikið, alveg bara rosalega mikið. Aðalega þvi ég vildi ekki vera bólfélagi hans. Ég vildi að við værum saman aftur, en honum fannst ég vilja ákveða hlutina of mikið fyrirfram. Þegar ég fór til útlanda í mánuð vorum við ný buin að rífast alveg rosalega og við töluðum ekki saman áður en ég fór.
Síminn minn virkaði ekkert úti og ég komst ekkert í tölvu fyrr en seint í ferðinni og þá var hann á msn. Við töluðum saman eins og ekkert hefði gerts. Eins og við hefðum verið góðir vinir áður en ég fór út. Ég kom heim með gjöf handa honum meira að segja.
Þegar ég loksins kom heim hittumst við og hann sleppti varla hendinni af mér. Hann var alltaf að halda utanum mig, segja mér hvað hann saknaði mín og saknaði lyktarinnar minnar og ýmist annað fallegt.
Þegar á leið fórum við aftur í sama gamla horfið. Rifumst og vorum eins og fávitar. Utaf sömu hlutum, ég vildi ekki bara vera gellan sem hann gat gripið í þegar hann var graður og svo ekkert meir. Honum fannst ég fara of hratt í hlutina.
Kvöldið áður en hann fór út yfir helgi rifumst við það mikið að hann sagðist aldrei aftur á ævinni ætla að tala við mig. En hann stóð ekki alveg við orð sín Um nóttina sendi hann mér sms og sagði mér hvað hann ætti mig ekki skilið og e-ð meira. Ég var ekki sátt, fannst hann skipta allt of oft um skoðun í sambandi við mig.
Hann hélt áfram alla helgina að senda mér fréttir um hvað hann væri að gera þarna úti og lét alltaf eins og ekkert hefði nokkurntíman gerst og að við hefðum verið saman allan tíman. Þegar hann kom heim hélt ég að allt væri orðið gott og við gætum kannksi verið bara vinir. Og það gekk líka bara frábærlega. Við vorum vinir í góðan tíma. Þar til að ég fór á ball í skólanum hans með vinkonu minni. Ég var smá hýfuð og tilfinningar mínar til hans komu aftur. Ég gekk upp að honum tók í hendurnar a honum og kyssti hann. Hann stoppaði mig. “Ég get þetta ekki”. Ég brotnaði saman og stakk af af ballinu.

Um nóttina sendi hann mér sms og bað mig um að hringja í sig daginn eftir. Ég gerði það og hann bað mig að hitta sig.
Þetta var allt voða þvingað, en hann reyndi eins og hann gat að halda uppi samræðum, ég var bara meira og minna þögul og glápti útí loftið. Hann þrufti síðan að skutla litlu systur sinni og vinkonum hennar á ball í skólanum þeirra. Þegar litla systir hans hljóp út að ná í vinkonu sína bað hann mig að reyna aftur. Ég truði engan vegin því sem hann var að segja. Ég gat ekki lengur haldið fýlu svipnum. Brosið mitt þvingaði hann í burtu þótt ég trúði honum ekki. En hann meinti þetta. Ég var endalaust glöð. Við vorum aftur saman!
Þetta var yndislegur tími! Við fórum tvö ein uppí bústað við gistum saman endalaust. Ég fór allt með honum og hann bað mig um það. Við vorum límd saman. Við rifumst ekki einu sinni. Þar til rétt áður en ég var að fara á ball. Við fórum aðeins að rífast, smá.
Þá klúðraði ég öllu.. Ég gerðist svo heimsk að kyssa annan strák á ballinu! Ég hafði engan áhuga á þessum strák, ég held að þetta hafi bara verið utaf ég vildi hefna mín smá á kærastanum mínum útaf rifrildinu. Ég samt sá eftir því strax og eg snerti varirnar á hinum stráknum. Mer leið ógeðslega og sagði kærastanum minum frá því strax og ég hitti hann daginn eftir…. Ég hef aldrei séð hann svona sáran og reiðan. Við hættum saman útaf þessu og í þetta skiptið átti ég það alveg skilið þvi ég gerði hræðilegan hlut! Ég reyndi að biðja e-ð um fyrigefningu en hann fann það ekki í sér að fyrigefa mér strax.

Ég fór síðan til útlanda og þegar ég kom heim fórum við e-ð að hittast aftur. Við samt rifumst við og við en ekki eins illa og við gerðum alltaf í hin skiptin. Þar til núna bara fyrir nokkrum dögum, við rifumst ógeðslega mikið og hann sagðist aftur vera hættur að tala við mig. For good.
Ég trúði þvi alveg, þartil hann var ógeðslega næs við mig alltaf þegar við töluðum á msn. Han hafði ekki verið svona síðan áður en við byrjuðum fyrst saman.. nokkrum dögum efitr að þetta gerðist kom hann svo að sækja mig í skólann. Hann bað mig að koma með sér í húsasmiðjuna og að vesenast e-ð með sér. Sem var mjög merkilegt þar sem við höfðum ekkert hisst og voða líitð talað saman nema smá á msn siðan við rifumst. Hann fór svo með mig heim til sín og bað mig svo að kúra sig. Hann kyssti mig síðan og ég gerði ekkert á móti sem vakti upp umræður um okkur og samband og e-ð. Hann vildi ekkert samband sagði hann og svo var e-ð vesen og hann þurfti að fara smá stund upp. Svo við gátum ekkert haldið áfram að ræða málin. Mér var boðið í mat og þegar við komum niður í herbergið hans aftur fórum við bar aða læra, í sinhvorri tölvunni. Þá poppaði upp msn gluggi frá honum þar sem hann sagði mér að það væri gjöf til mín hjá honum. Gjöfin var lítið box með miða sem stóð á "viltu byrja með mér? [ ] já. [ ] Neihei! [ ] kannski:P"
Mér fannst þetta virkilega mikið sætt! Við byrjuðum ss. aftur saman. Hann sagði að hann ætlaði að reyna að hætta að væla og við áttum okkur alveg á því að þetta verður erfitt.. En við reynum okkar besta að láta þetta ganga:)

Ég elska hann!<3



—-

Sorry hvað þetta varð langt hjá mér og sorry allar stafsetningarvillur. Ég er með mjög leiðinlegt lyklaborð sem á það til að sleppa því að setja inn stafina sem ég ýti á.
Ég vona að þið sleppið því að koma með skítköst því þau skítköst sem ég á skilið að fá útaf þessari sögu er ég búin að fá. Ég veit hvaða hluti ég gerði sem ég hefði átt að sleppa og ég veit hvað ég er hrðileg manneskja utaf því svo gerið það sleppið því að minna mig á það.

takk:)