
Ég ákveð að kannski er ekki til neins að standa hér fyrir utan og geng af stað niður götuna mæti fullt af fólki á móti mér. Fólki sem að ég efast um að hafi gengið í gegnum svona reynslu. Fólk sem að á ennþá heilt hjarta.
Áður en að ég veit er ég komin að heimadyrunum mínum. Dyrnar sem að mig kvíður alltaf fyrir að ganga í gegnum. Ég geng í gegnum þær hljóðlega ég heyri engin hljóð svo að ég geng út frá því sem gyldnu að allir séu sofnaðir. Það virðist vera rétt. Ég gríp epli af eldhúsborðinu og labba upp tröppurnar legst á sængina og það virðist sem að ég sofnaði þar. Því að ég vakna upp við að stjúpfaðir minn er að garga á mömmu mína. Þetta er ekki venjulegur morgunn því að um leið og ég kemst til vits míns aftur man ég eftir því sem að gerðist í gær.
Ég leggst á sængina og langar ekki að muna, langar ekki að vita. Bróðir minn labbar inn með spurningu á vörunum ,,Dídí, hvar varstu í gær?”. Ég svara honum ekki heldur tek hann bara upp og knúsa hann. Ég vona svo innilega að þessi litla sál eigi aldrei eftir að ganga í gegnum þann sársauka sem að núna hefur staðnæmst í hjarta mínu og rifið mig í sundur. Bróður mínum finnst þetta frekar skrýtin viðbrögð við svona spurningu þótt að honum líki það vel að vera knúsaður.
Eftir stutta stund ákveður hann að fara fram og horfa á barnaefnið. Ég aftur á móti leggst ofan á sængina mína og finn hvernig tárin fara að streyma. Ég lýt á gemsann minn vonandi að þar séu skilaboð frá honum, ósvöruð hringing, bara eitthvað um það að hann vilji mig enn. En skjárinn er auður. Ég legg símann svo fast á borðið að það liggur við að ég grýti honum í það. Ég leggst aftur á sængina. Þótt að ég hati hann þá elska ég hann. Ég sakna hans.