Færðu henni morgunmat í rúmið og segðu henni að það verði að duga að sinni, af því hefur ekki efni á meiru!(þú ert auðvitað að plata hana). Vertu búinn að setja tannkremið á tannburstann, taka til uppáhaldsfötin hennar, skóna og allt sem hún kemur nálægt áður en hún yfirgefur húsið. Þá gefst lengri tími til matarins.Keyrðu hana svo í skólann/vinnuna, gefðu henni stórann knús og einn góðan koss. Svo ferð þú í skólann. Í hádegismatnum eða hléi eða einhverju slíku ferðu svo heim, en kemur við í búð og kaupir 2 1944 rétti handa ykkur og ilmkerti!!!.Það er hægt að kaupa alls konar fína rétti(þú segir henni ekkert að þeir séu 1944. Já, farðu heim, þrífðu alla íbúðina/herbergið, gerðu ilmkertin klár, settu dúk á borðið, diska staup, kerti og slíkt. Sjóddu líka kartöflur ef þær eru ekki með réttinum. Þá er allt ready! Þú ferð aftur í skólann, passar þig svo á að verða örugglega á undan henni heim svo hún sjái ekki allT! Flott lausn fyrir fátæka og tímalitla námsmenn! Vertu heima þegar hún kemur, vertu búinn að kveikja á ilmkertunum, hita matinn og setja hann á disk. Setja umbúðirnar út í ruslatunnu svo hún fatti ekki að þeir séu 1944.
Bjóddu henni í bæinn og settu hana við borðið. Borðið nú saman yndislegan mat á meðan þú segir henni hve vænt þér þyki um hana. Svo má láta renna í heitt bað handa henni,vaska upp og ganga frá, nudda svo lappirnar,setja hana í slopp, leyfa henni að lúra með þér í sófanum, undir sæng á meðan þið horfið á einhverja frábæra mynd. Halda svo á henni inn í rúm, klæða hana úr fötunum og…….kannski ég leyfi ykkur að ráða því.Hehehe Þetta er perfect afmæli í mínum augum. Það fer lítill tími í það í raun og veru og það er mjög ódýrt og rómó. Vertu svo rosa góður við hana. Það borgar sig alltaf!
Kær kveðja…ein með nokkrar hugmyndir.