Ég byrjaði með stelpu í fyrra og við vorum saman rétt fram yfir áramót. Ég sagði henni upp vegna þess að mér fannst hún reyna að forðast mig, hún skellti á mig, neitaði að tala við mig þegar ég kom til hennar og vildi nánast ekkert hitta mig. Ég var auðvitað ekki ánægður og gerði þau mistök að segja henni upp (mistök og ekki mistök). Núna sé ég alveg ógeðslega mikið eftir þessu og er alveg geðveikt hrifinn af henni. Svo um daginn sagðist hún vera hrifin af mér. Við dúlluðum okkur saman og svoleiðis en svo um kvöldið vill hún mig ekki lengur. Hún er svo búinn að hringja í vin minn og sagði m.a. að hún væri að hefna sín á mér. Núna veit ég ekkert hvað ég á að gera. Á ég að reyna við hana og reyna að fá hana aftur eða á ég bara að reyna að finna einhverja aðra?
Kv. Daywalke