Brúðkaupið var uppi á Langjökli. Frændi minn er með fyrirtæki uppi á jökli þannig að þau fengu skálann lánaðann. Sérsmíðað glerhýsi var fyrir athöfnina. Sýslumaðurinn sem gaf þau saman vær ÆÐISLEGUR.
Þannig var það að við fjölskyldan komum í Skálholt í Borgarfirði um hálf tvö. Heilsuðum restinni af familíunni sem voru á hótelinu. Hitti foreldra brúðunar í fyrsta skiptið enda búa þau í Austurríki. Hittum Nikki í smá stund(Brúðurin). Svo fór ég og gerði mig til í herbergi okkar systra, og hjálpaði henni líka aðeins að gera sig fína. Um hálf þrjú var lagt af stað uppá jökul. Allir sem höfðu tekið rútuna úr bænum voru komin. Ég stökk uppí bíl hjá afa og fósturpabba mínum þar sem ég var ekki alveg að treysta rútunni. Ferðin upp að Jaka var um klukkutími. Nikki var falin fyrir Gumma frænda. Inní litlu herbergi með klósetti og þar sem margir reyktu. Milli hálf fjögur og fjögur þegar allir voru mættir fórum við útí glerhýsi. Það var verið að létta aðeins til í veðri. Sýslumaðurinn sagði við Gumma áður en þeir fóru útí glerhýsi að hann væri ekki vanur að gefa fólk saman í svona veðri. Og alltaf þegar hann byrjaði að tala sást alltaf til sólar.
Það tók víst mjög mikið á fyrir brúðina að labba í hálkunni :/ Kastaði aðeins af sér mæðunni í dyrum glerhýsins. Þegar sýslumaðurinn byrjaði að tala byrjaði sólin að skína. Athöfnin var ekki lengi. Skálað var fyrir brúðhjónunum í fínu og góðu kampavíni í glerhýsinu. Allir fóru í skálann meðan það var verið að taka brúðamyndir af hjónakornunum.
Þegar ég leit á matarboðið hélt ég að ég myndi ekki lifa lengur. Margt sem var á boðstólnum leit nú ekki neitt rosalega vel út en ég smakkaði allt og ég held að ég hafi aldrei borðað neitt eins mikið í brúðkaupi. Mörg voru grínin, söngurinn frá Magneu var ÆÐISLEGUR. Flestar ræðurnar voru á þremur tungumálum, Íslensku, Ensku og Þýsku. Kalt var að verða í veðri en maður lét það ekki stoppa sig til að kíkja út og taka myndir af landslaginu. Svo var farið í “Leik”, ef einhver lét klingja í glösunum sínum áttu brúðhjónin að standa uppi á stól og kyssast og/eða ef einhver stappaði niður fótunum áttu brúðhjónin að fara undir borð og kyssast. Skálað var í koníaki fyrir góðvini Gumma. Afmælisbarn og mjög góður vinur afa og Gumma sem varð jarðaður sama dag og brúðkaupið átti sér stað. Um átta leitið var farið í rútuna og keyrt af stað í Reykholt. Bróðir minn keyrði brúðhjónin á hótelið og var Gummi alltaf að segja við hann að þeir væru á rangri leið. Svo var Brózi og Nikki að reyna kveikja á GSP tækinu og ætluðu að fá Gumma til að segja þeim hvernig væri kveikt á því en hann sagði bara að hann kynni ekkert á tækið. Báðir bílarnir stoppuðu til að sjá norðurljósin sem voru ekki smá löng, breið og flott. Norðurljósin komu í gegnum skýjin. Stjörnunar sáust ekki smá vel. Þegar komið var á hótelið var talað saman langt frameftir. Brúðhjónin fengu smá sjokk þegar þau komu inní herbergið þeirra. Mamma var búin að setja upp hjartablöðrur í loftið. Setja fullt af dóti á borðið og svo hjartablöðru í klósettið.
Daginn eftir fengum við okkur morgunmat og einhverjir fóru aftur uppí Jaka og fórum svo á vélsleða. Og svo um 6 leitið var lagt af stað í bæinn reyndar héldu hjónakornin áfram norður þar sem þau voru að fara í sumarbústað og sýna fjölskdu Nikki landið…
Súkkulaðihjartað <3