Ég vissi það bara um leið og ég hitti hann fyrst, hvernig hann horfði á mig. Það var eitthvað við hann. Ég hugsaði með mér að þetta væri alveg rosalega sætur strákur og að hann hefði eitthvað það fallegasta bros sem ég hafði nokkurtíma séð. Ég var alveg gersamlega heilluð af honum. Það var bara eitt vandamál, hann átti kærustu..!! En ég var bara svo svakalega heilluð að ég ákvað að það gæti nú ekki skaðað að labba til hans og bara spjalla. Ég var pínu stressuð, fór að hugsa að kanski hefði hann ekkert verið að horfa á mig, kanski myndi hann ekkert vilja tala við mig. Mér til mikillar ánægju þá bauð hann mér sæti við hliðina á sér og við byrjuðum að spjalla. Kærastan hans sat við borð rétt hjá okkur og virtist alls ekkert ánægð með þetta en hún var með vinkonum sínum svo að ég bara lét eins og ég sæi hana ekki. Þetta byrjaði bara sem saklaust spjall en áður en ég vissi af var hann farinn að segja mér ótrúlegustu hluti og við bara töluðum um allt og ekkert. Hann stoppaði mig þegar ég ég nefndi að ég væri ágætis nuddari og hefði oft nuddað fólk. Allt í einu byrjaði hann að glotta og segir að honum sé eitthvað pínu illt í öxlunum, lýtur síðan á mig og setur upp þennan líka hvolpasvip og biður mig um að nudda sig. Ég varð fyrst pínu vandræðaleg því ég meina kærastan hans sat þarna rétt hjá og var farin að gefa mér frekar illilegt augnaráð. En ég ákvað að slá til og byrjaði að nudda hann! Vá hvað ég hélt að kærastan hans ætlaði að bora sig í gegnum hausin á mér, hún horfði svo illilega á mig. En mér var svo sem sama enda var það nú hann sem bað mig um að nudda sig. Ég nuddaði hann í nokkrar mínutur og ætlaði svo að fara að setjast niður þegar að hann stingur uppá því að núna megi hann sko nudda mig. Ég bara roðnaði og sagði honum að gera það ef að hann endilega vildi. Svo að hann nuddaði mig líka í nokkrar mínutur en settist svo aftur niður hjá mér og við héldum áfram að tala saman. Spjallið okkar endaði svo þannig að við vorum eiginlega komin ein útí horn og vorum á hálgerðu “trúnó”. Ég held að í heildina þá töluðum við alveg stanslaust saman í heila 5 klukkutíma áður en kærastan hans kom og stoppaði okkur. Hún stóð fyrir framan hann með hendurnar á lærunum og sagðist vilja fara heim, leit svo illilega á mig og beið eftir því að hann stæði upp. Sem hann gerði, en fyrst kvaddi hann mig með knúsi. Daginn eftir fékk ég svo sms frá vini hans sem sagði að hann hefði frétt að mig vantaði far til reykjavikur og bauð mér að koma með sér og honum. Ég varð auðvitað að segja já, bara gat ekki misst af svona góðu tækifæri til að tala við hann án þess að kærastan hans væri nálægt. Þeir sóttu mig svo eftir vinnu og við lögðum af stað í bæinn. Keyrslan suður tæki um 3 tíma svo að ég hafði nægan tíma til að tala við hann. Og eins og kvöldið áður þá töluðum við og töluðum og töluðum og töluðum. Svo rétt áður en við komum í bæinn þá stakk hann uppá því að við færum öll í bíó um kvöldið, ég sagði auðvitað JÁ en vinur hans nennti ekki svo að það vorum bara við tvö. Hann gaf mér númerið sitt, þeir skutluðu mér heim og hann sagðist hringja í mig um kvöldið. Um átta leitið hringdi svo síminn minn og það var hann. Við ræddum um hvaða mynd við vildu sjá og það endaði á því að við ákváðum að fara á myndina House Of Wax sem að Paris Hilton lék í. Við spjölluðum svo í smá tíma en sögðum svo bæ til að geta farið að taka okkur til. Ég reyndi auðvitað að gera mig eins sæta og ég mögulega gat. Sem greinilega tókst því að hann var alltaf eitthvað að kíkja á mig á leiðinni í bíóið. Við komumm á staðinn, fórum inn og keyptum miða, popp og kók og settumst inn í salinn. Þetta var svona spennu/hryllingsmynd svo að mér brá á nokkrum stöðum en hann var svo góður að bjóða mér að halda í höndina hans. Það var þá sem neistaflugið kom og við fundum það bæði. Við héldumst í hendur út alla myndina og ég vildi alls ekki sleppa þegar myndin var búin að gerði það samt. Við spjölluðum eitthvað um myndina á leiðinni heim. Mér fannst leiðinlegt að þurfa að segja bæ, mig langaði svo að hann kæmi inn með mér! (Hann sagði mér seinna að hann hefði lika viljað koma með mér inn). Ég ákvað að taka smá áhættu og þegar ég var komin inn og farin úr skónum fór ég beint inní herbergi og sendi honum sms og sagði honum hvað mér fannst um hann. Hann sendi til baka og sagði að honum þætti það sama um mig en að hann ætti nú kærustu og að við gætum þess vegna bara verið vinir. Ég ákvað að samþykkja það, bauð honum góða nótt og fór að sofa. Daginn eftir hringdi hann í mig, sagði að honum leiddist og var að pæla hvort ég vildi koma með honum á rúntinn, auðvitað vildi ég það. Svo hann sótti mig og við rúntuðum heillengi og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Allt í einu leit hann á mig og sagði að hann yrði að segja mér svolítið. “Ég get ekki hætt að hugsa um þig” sagði hann. Honum langaði til að kyssa mig en hann þorði því ekki og gat það ekki því að hann var ennþá á föstu. Ég sagði að þetta væri allt í lagi og gaf honum lítinn koss á kinnina. allt í einu stoppaði hann bílinn og sagði að hann gæti þetta ekki lengur, tók upp símann og mér til mikillar furðu hringdi hann í kærustuna sína og bara þarna á staðnum sagði hann henni upp. Ég varð alveg orðlaus, en þá sagði hann mér að þau höfðu bara verið saman í rúman mánuð og að hann hefði ekki verið það hrifinn af henni. Ég var samt ennþá hissa, hissa en ánægð. Hann keyrði svo heim til mín, algði fyrir utan, leit á mig og kyssti mig. Við vorum útí bíl í svona hálftíma bara að kyssast. Þetta kvöld kom hann með mér inn..!! Fimm dögum seinna byrjuðum við svo saman, eða sem sagt viku eftir að við hittumst í fyrsta skipti. Ég hef aldrei verið jafn hamingjusöm á ævinni.
“Í dag erum við búin að vera saman í eitt ár og fjóra mánuði og ég er alveg yfir mig ástfangin!! Ég veit að hann er sá eini rétti fyrir mig, hann er draumaprinsinn minn….”
Hell Yeah :D