Ég er nú ekki vön að tala mikið um tilfinningar mínar en ég bara verð að láta þetta flakka hér..
Kanski ekkert rómantíst eða neitt.. en allavega..

Mig dreymdi í nótt draum, Ég og kærastinn minn vorum að keyra eitthverstaðar, svo kemur þarna strákur sem ég sé stundum og svínar fyrir okkur svo bíllinn okkar veltur eitthverja massa veltur og læti og eitthvern vegin næ ég að sleppa alveg 100% sé bara alltí einu fulltaf löggubílum og sjúkrabílum þarna nálægt og verð mjög hrædd og hleyp heim…
Ég skil ekkert afhverju ég hleyp heim þarna.. enda er þetta nú bara draumur..
En já ég fer heim og það fyrsta sem ég geri er að hringja í mömmu kærasta mins og spurja hvort hún viti hvar hann sé.. Hún svarar þá grátandi að hann hafi dáið í slysinu.. Ég vitanlega fríka út..
Hleyp um húsið mitt öskrandi og æpandi alveg viti mínu fjær..
En svo vakna ég alveg massahrædd og bara í gríðarlega sjokki með augun full af tárum.. og ég get sagt ykkur að ég hef aldrei verið jafn fegin að vakna svona snemma og heyra þessar háværu yndislegu hrotur ;) og finna hann halda utan um mig!

En þetta er í annað sinn sem mig dreymir að hann sé dáin.. Í fyrra skiftið dreymdi mig reyndar að hann var með svo mikin asma að það þurfti að svæfa hann bara.. Þá fékk ég annað svona hræðslukast..
Er þetta nokkuð normal?