“Mér þykir það svo ótrúlega leitt að geta ekki verið hjá þér að segja þér þetta … en … hann er dáinn. Mér þykir það svo leitt…hann er dáinn…”

Þegar þú heirðir fréttirnar hneigstu niður, heimurinn hrundi í kringum þig, þú öskraðir, þú hentir símanum frá þér , þú fólst andlitið í höndum þínum og grést þangað til tárin hættu að streyma.
Þú stóðst upp að nokkrum dögum liðnum. Þú fórst í jarðarförina. Tárin liðu niður kinnarnar er kistan var borin út um kirkjudyrnar. Allan tíman fannst þér eins og þetta væri ekki raunverulegt, að heimurinn hafði tekið sig saman og búið til stóran brandara úr tilveru þinni.

Hann var klettur þinn, hann var sá sem þú elskaðir fyrst, þín fyrsta sanna ást, á hverjum degi varstu svo hamingjusöm að orð fengu því ekki lýst að hafa fundið hann. Þú varst bara fimmtán ára þegar þú fannst hann, sumir sögðu að þú vissir ekki hvað þú varst að tala um, aðrir sögðu að þú værir að vera kjánaleg, jafnvel heimsk, en þú vissir betur. Þú vissir hvað ást var þegar þú sagðir góða nótt við hann þetta kvöld. Daginn eftir, var ást ekki til. Daginn eftir var aðeins til rifið hjarta, rifin sál, hruninn heimur, yfirbugandi sorg og viðarkista fyrir augum þínum, líkami ástar þinnar að innan, og kistan á leið niður í jörðina sem stal ástinni þinni frá þér.


“Hæ…hva segiru gott! Villtu koma niðrí bæ, hitta eikkerja stráka? Ég meina.. .ég skil alveg hvernig þér líður skilru en –you gotta move on- ….”


Dögum eftir fannst þú hvernig sumir fjarlægðust, sumir sýndu sig, sumir voru til staðar fyrir þig, aðrir létu þér bara líða verr. Þú varst send til sálfræðinga, hver öðrum gagnslausari, menn sem skildu ekki hvað þú varst að reyna að segja þeim. Þeir sögðu þér að halda áfram, láta eins og ekkert hafði gerst, eins og sönnu ást þinni hafði ekki verið stolið frá þér og að þú hafðir alltaf lifað létta rólega unglinga lífinu. Þú laugst að þeim að þú myndir gera það, þegar það var andstæðan við það sem þér fannst þú geta gert. Líf þitt, sem var einfalt, skemmtilegt og gott varð erfiðara, erfiðara og bitrara með degi hverjum, þér fannst þú ekki geta höndlað þetta, sál þín var að eilífu skemmd.
Hamingja?
Hvað er það….?


Ári síðar reynir þú enn að halda áfram. Þú mætir. Þú verður hrifin. Þú reynir að vera kærasta. En þér líður ekki eins og þú þekkir sjálfa þig lengur. Þú ert brosmild, hlæjandi, skemmtileg, En ert þetta þú? Þú ert leitandi, en af hverju? Þú hugsar um hann á hverjum degi, þú hefur nafn hans í kringum hálsinn á þér, þú hefur myndir af honum. Næturnar eru enn erfiðar. Þú hefur vini sem hjálpa, sem reyna að skilja hvernig þetta er og hvernig þér líður og vilja bara að þú sért hamingjusöm og sem þykir vænt um þig. En vita vinir þínir hver þú ert?
Þú veist ekki hver þú ert sjálf.

Þú ert týnd.
True blindness is not wanting to see.