Gamall maður situr á kirkjubekk. Hann er við útför sinnar heittelskaðar. Eiginkona hans er látin.
Tár rennur niður hrukkótt andlit hans, þetta var sönn ást.
Tíminn hefur haft vana sinn á því að særa mann og annan, hann hefur fengið flest sár til að gróa og hann líður líka óendanlega hratt. Tími mannsins með konunni sinni var langur en stuttur hjá öldruðum manni.
Farvegurinn var ýmist brattur eða þeim gekk greið leið í hag. Ýmsar hömlur komu uppá miðri leið, ekkert sem ekki tókst að ráða fram úr.
Gamli maðurinn fann fyrir ást, hann elskaði, gamli maðurinn gat skilgreynt hugtakið ást.
En ástin í lífi hans var horfin, ævidagana sína þarf hann nú að sitja einn. Elskaður, en ekki eins. Ástin var ekki til staðar lengur, hún hvarf með dauðanum.
Tíminn getur læknað en við áttum okkur kannski ekkert alltof vel á því að tíminn hefur líka mátt til að sýkja fólk.
Að missa þann sem maður elskar, hversu óbærilegt getur það verið? Maður hefur lagt svo mikið í að elska annan einstakling og svo hvað? Allt horfið, manneskjan tekin frá lifandi mönnum.
Og hvað? Hugsjúkur maður að bíða eftir sínum tíma, bíður í röð eftir lífsdögum sínum, að þeir endi. Að hann geti lagt það sem drifið hefur daga hans til hliðar og komist til ástarinnar aftur. Hann hefur misst lífsviljann.
Það getur tíminn gert, látið aldraða menn glata lífsvilja sýnum vegna hugsýktar. Vegna glataðrar ástar. Það segir svo mikið, hvað hver og einn getur gert.
„Þar til dauðinn okkur mun aðskilja“
En eftir dauðann? Má ekki elska manneskjuna eftir að hún deyr? Af hverju ekki?
Af hverju er ekki leyfilegt að elska þann sem maður elskar eftir að hann deyr?
Ef maður á bara að elska þá sem eru lifandi, og hvað? Ekki allir geta sleppt tökum, það geta ekki allir bara kvatt og svo haldið áfram.
Gamall maður fylgir konu sinni til grafar.
„Að moldu munt þú verða“
Undir grænni torfu mun hún hvílast.
Og gamli maðurinn þurrkar tárin burt af hrukkubornu andliti sínu.
Gengur út úr kirkjugarðinum.
Tíminn staðnar.